Safnbúð - Kaffistofa

SAFNBÚÐ LISTASAFNS ÍSLANDS
Listaverkabækur, kort, plaköt, íslenskir listmunir og gjafavara. Opið alla daga kl. 11-17, lokað mánudaga. Verið velkomin!

KAFFISTOFA LÍ
Opin alla daga kl. 11-16:30
lokað á mánudögum
Léttar vetingar, heit súpa og brauð í hádeginu, kökur og ýmislegt góðgæti með kaffinu. 
Verið velkomin! Nánar 


SNORRI ÁSMUNDSSON
50 vídeó-portrett 
7.-31. ágúst

Um árabil hefur Snorri Ásmundsson (f. 1966) tekið einnar mínútu löng vídeó-portrett af fólki í sínu nánasta umhverfi sem verða nú sýnd í fyrsta sinn á Íslandi. Meðal þeirra sem sitja fyrir eru margir þjóðþekktir einstaklingar, má nefna Gunnar Nelson, Einar Örn Benediktsson, Guðrún Eva Mínervudóttir, Ragnar Kjartansson, Steingrímur Eyfjörð, Erla Þórarinsdóttir, Krummi Björgvinsson, Þorvaldur Þorsteinsson og  fleiri.

 

Kynning á vídeólist mánaðarins
Vídeósýningarnar á kaffistofunni eru samstarfsverkefni Listasafns Íslands og
700IS Hreindýralands sem standa mun til 27. nóvember 2014,
sjá nánar á
www.700.is og á Facebook
Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.
Fyrsta fimmtudag í mánuði kl. 17.00 er kynntur til leiks
listamaður (eða hópur listamanna) og myndbandsverk hans.
Kynningunum er ætlað að efla vídeólist í landinu og
skapa vettvang fyrir umræður.


SÝNING í LÍ

SPOR Í SANDI 
Sigurjón Ólafsson - Yfirlitssýning
23.5. - 26.10. 2014
Yfirlitssýning á verkum Sigurjóns Ólafssonar er í tveimur söfnum þ.e. Listasafni Íslands og Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í Laugarnesi.

Í Listasafni Sigurjóns á Laugarnestanga eru sýnd valin verk eftir listamanninn frá námsárum hans í Kaupmannahöfn 1928–1935, en í Listasafni Íslands eru til sýnis lykilverk frá árunum 1936–1982.

Dagskrá MENNINGARNÆTUR 2014 má nálgast hér.


MÁLÞING 6. september kl. 13-17. Þátttakendur eru: Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur; Charlotte Christensen, listfræðingur; Jens Peter Munk, listfræðingur; Pétur H. Ármannsson, arkitekt og Æsa Sigurjónsdóttir, listfræðingur og sýningarstjóri. Viðburðurinn fer fram á dönsku og ensku. NánarÍ ljósaskiptunum - 5.7. - 26.10. 2014
Salur 1
Sýningunni er ætlað að gefa innsýn inn í könnunarferli og vangaveltur íslenskra listamanna um ljósbrot, leik ljóss og skugga í náttúrunni og áhrif ljósbrigða á litróf umhverfisins.

Verk sýningarinnar eru öll eftir íslenska listamenn og úr safneign Listasafns Íslands, og spanna tímabilið frá 1900 til 2013.Nánar

Sunnudagsleiðsögn, 17. ágúst kl. 14:  Kristín Dagmar Jóhannesdóttir leiðir gesti um sýninguna.

Enskuleiðsögn alla fimmtudaga kl. 12-12.40


VASULKA - STOFA 

Vasulka-stofa verður opnuð þann 16. október 2014 í tilefni 130 ára afmælis Listasafns Íslands. Deildin mun vista gagnasafn vídeólistamannanna, Steinu og Woody Vasulka og verður jafnframt miðstöð rafmiðlalista á Íslandi. Nánar. 


SARPUR, menningarsögulega gagnasafnið hlýtur Íslensku safnaverðlaunin 2014, sjá hér

SÖFN OG SÝNINGAR


SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR
Safn Ásgríms Jónssonar, Bergstaðastræti 74, sími 515 9625. 
Sýningin Húsafell Ásgríms stendur yfir í safninu.
Eftir 1940 dvaldi Ásgrímur gjarnan í Húsafelli á sumrin og flest málverkanna þaðan eru frá fimmta áratug síðustu aldar. Á sýningunni eru bæði vatnslitamyndir og olíumálverk. Opið þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga kl. 14-17. 
 
Nánari upplýsingar um
safnið
.


LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR
Laugarnestanga 70, Reykajvík.
SPOR Í SANDI - Sigurjón Ólafsson Yfirlitssýning
24.5. - 30.11. 2014.
Nánar
Sumaropnun - opið daglega kl. 14-17, lokað mánudaga. NánarVERK Í EIGU Listasafns Íslands á sýningum utan safnsins.
Sjá hér 


Verkefninu Stafræn endurgerð samtímalistar, DCA: Digitising Contemporary Art, sem unnið er fyrir menningarvefgáttina Europeana, var hleypt af stokkunum 25. janúar 2011.Samstarfsstofnanir verkefnisins Starfæn samtímalist á Íslandi eru Listasafn Íslands og Listasafn Reykjavíkur.
Sjá nánar á
heimasíðu DCA verkefnisins 

Safnbygging: Fríkirkjuvegi 7 • 101 Reykjavík Skrifstofur: Laufásvegi 12 • Sími 515 9600 • list@listasafn.is