Borealis

Steina

13.4.2024 — 15.9.2024

Listasafnið

Borealis (1993), mikilfengleg vídeó- og hljóðinnsetning Steinu, er nú sett upp í Listasafni Íslands í fyrsta sinn síðan hún var upphaflega sýnd árið 1993, fyrir meira en þremur áratugum. Borealis, sem þýðir „norðlægt“, er frá því tímabili á ferli Steinu þegar hún beindi athygli sinni út fyrir vinnustofuna ogað náttúrunni. Í verkinu snýr hún aftur til fæðingarlands síns, Íslands, þar sem hún gerði vettvangsupptökurnar af norrænum gróðri og  vatni sem fossar yfir kletta, jarðveg og gróðurinn og mynda grunn verksins. Vídeóunum er varpað á fjóra mjög stóra fleti, sem hver er þeirra næstum fjögurra metra há – svo  áhorfandinn hverfur inn í heimólgandi mynda og margradda hljóðs. Þar sem myndefnið flöktir milli þess að vera skarpt eða úr fókus, upplifir áhorfandinn myndheiminn ýmist sem hlutlægan eða abstrakt. Verkinu hefur verið lýst sem  „óði til náttúrunnar og frumkrafts hennar.“

Við sköpunBorealis var beitt nokkrum merkilegum tækninýjungum. Í fyrsta lagi var það snúningurinn á myndavélinni  meðan á upptökunni stóð en hann  skapar skáhöll sjónarhorn í ólíkaráttir sem ýta undir tilfinningar um áttavillu  í rýminu. Í öðru lagi var unnið með upptökurnar sjálfar á vinnustofunni, vatn til dæmis látið renna í öfuga átt, og frásögn í tímaog eðlisfræðilögmálum þannig kollvarpað. Í innsetningunni er vídeóskermunum síðan stillt upp á endann til að vörpunin sé lóðrétt, ekki lárétt eins og við erum vön að sjá. Síðast en ekki síst er stafrænu myndunum varpað á gegnsæja skerma og spegilmynd af hverju vídeói birtist því á bakhlið þeirra.

Skermunum er stillt upp þannig að þeir mynda rými sem umlykur áhorfandann, sem fær hann til að upplifa sig  sem hluta af verkinu. Við að ganga á milli ug umhverfis  skermana, skynjar áhorfandinn  vídeóin í síbreytilegum samstillingum. Í rökkri salarins tapa gegnsæir skermarnir efniskennd sinni og fjarlægjast enn frekar náttúruna en þess í stað styrkist, með ríkri skynjun sjónar og heyrnar, tilfinningin fyrir því hvað fegurð þessara rafrænu miðla er ríkuleg..

Steina (áður Steinunn Bjarnadóttir) fæddist á Íslandi árið 1940 og ólst upp í Reykjavík þar sem hún lærði klassískan fiðluleik. Í dag er hún talin mikilvægur frumkvöðull á sviði vídeólistar. Árið 1959 hlaut  hún  styrk til tónlistarnáms í Prag og kynntistþar Bohuslav „Woody“ Vasulka (1937–2019), nema í vélfræði og kvikmyndagerð. Þau gengu í hjónaband árið 1965 og fluttu til Bandaríkjanna.Eftir að hafa starfað sjálfstætt sem fiðluleikari sneri Steina sér að vídeó- og heimildamyndagerð og liggur eftir hana stórt og mikið höfundarverk sem hún vann  bæði sjálfstætt og í samvinnu við Woody. Hún hefur búið og starfað í Santa Fe í Nýju-Mexíkó síðan árið 1980.


Salur

1

13.4.2024 15.9.2024

Listamaður

Steina

fædd 1940

Sýningarstjóri

Pari Stave

Listaverkið

Borealis, 1993

Tveggja rása vídeó með samstilltu hljóði; 10 mínútna myndskeið sem endurtekur sig

Listasafn Íslands keypti Borealis árið 2007. Þessi gerð verksins er í takmarkaðri útgáfu með samþykki listakonunnar árið 2023.

Sýnt með góðfúslegu leyfi Steinu Vasulka, BERG Contemporary og Vasulka-stofnunarinnar. 

Ljósmynd

Milos Strnad

Borealis innsetning, 2023, House of Arts, Brno, Tékkland.

Umsjón tæknimála

Sigurður Gunnarsson

Logi Leó Gunnarsson

Uppsetning

Magnús Helgason

Gylfi Sigurðsson

Indriði Ingólfsson

Andri Björgvinsson

Ísleifur Kristinsson

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)