BARNAMENNINGARHÁTÍÐ Í LISTASAFNI ÍSLANDS

14.4.2016

Fjölbreyttir viðburðir verða á Barnamenningarhátíð í Listasafni Íslands, listasmiðja, leiðsagnir og fræðsluefni.

Fullorðnir fá frítt inn í fylgd barna og ýmis verkefni verða fyrir fjölskyldur að leysa í heimsókn þeirra á safnið.

Sigga Björg Sigurðardóttir myndlistarmaður leiðir teiknismiðju laugardaginn 23. apríl, fyrir börn og foreldra, leiðsagnir verða fyrir fjölskyldur á þriðjudag og fimmtudag, tónleikar á sunnudag og nýr fjölskyldubæklingur um sýninguna Udstilling af Islandsk kunst kynntur fjölskyldum sem leggja leið sína til okkar.

Fjölskylduleiðsögn kl. 16:00 um sýningar Listasafns Íslands þar sem fjölskyldur eru hvattar til að njóta og upplifa í sameiningu, spá og spekúlera og ræða saman um verk á sýningunum. Foreldrar í fylgd barna fá ókeypis aðgang að safninu á Barnamenningarhátíð.

Sagt er frá helstu verkum og svo fær hver og einn tækifæri til að fara um sýninguna og velta fyrir sér listaverkunum og þeim sögum sem þau segja.

Við hvetjum alla fjölskylduna til að koma saman, afa og ömmu, pabba og mömmu, frændur og frænkur.

Fjölskylduleiðsögn kl. 16:00 um sýningar Listasafns Íslands þar sem fjölskyldur eru hvattar til að njóta og upplifa í sameiningu, spá og spekúlera og ræða saman um verk á sýningunum. Foreldrar í fylgd barna fá ókeypis aðgang að safninu á Barnamenningarhátíð.

Sagt er frá helstu verkum og svo fær hver og einn tækifæri til að fara um sýninguna og velta fyrir sér listaverkunum og þeim sögum sem þau segja.

Við hvetjum alla fjölskylduna til að koma saman, afa og ömmu, pabba og mömmu, frændur og frænkur.

Fjölskylduleiðsögn kl. 13 og 14:30 - teiknismiðja kl. 13-17.

Milli klukkan 13 og 17 eru börnum og fullorðnum boðið að skoða sýningar safnsins með leiðsögnum, og til þátttöku í teiknismiðju sem Sigga Björg Sigurðardóttir myndlistarkona leiðir. 

Í teiknismiðjunni verða ekki aðeins unnin áhugaverð og skemmtileg verkefni þar sem börnin minna hina fullorðnu á að taka eftir og lesa í umhverfi sitt, rýna í portrett, kímni og hversdagsleg sjónarhorn á yfirstandandi sýningum safnsins, heldur býðst gestum að festa teikningar sínar upp á veggi sýningarsala Listasafnsins. 

Teikningarnar verða þannig tímabundinn hluti af sýningum safnsins þann daginn og um leið umhugsunarefni um ytri og innri starfsemi safnsins.

Tónleikar á Barnamenningarhátíð í Listasafni Íslands: nemendur frá söngskólanum í Reykjavík og LHÍ ásamt Kristni Erni Kristinssyni píanóleikara, flytja stutta dagskrá með óperutónlist fyrir börn.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)