DVALARSETUR Í VASULKA-STOFU 2017

31.3.2016

Styrkir til dvalarsetra eru hluti af menningartengdu ferðastyrkjaáætluninni á Norður- og Eystrasaltslöndunum. Meginmarkmið verkefnisins er að efla menningarlegt og listrænt samstarf á Norður- og Eystrasaltslöndunum með styrkjum til ferðalaga, tengslaneta og starfsemi dvalarsetra.

Tilgangurinn með styrkjunum er að veita dvalarsetrum listamanna á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndunum tækifæri til að taka á móti starfandi listamönnum og fagfólki innan menningargeirans frá öðrum Norður- eða Eystrasaltslöndunum. Dvalarsetrin skulu geta boðið listamönnum dvöl með góðum vinnuskilyrðum, fundarstaði þar sem þeir hitta aðra listamenn ásamt því að koma á samskiptum við lista- og menningarumhverfi staðarins.

Vasulka-stofa og Listasafn Íslands mun óska eftir umsóknum síðar á árinu. 

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)