GUÐNÝJARLJÓÐ - FRUMFLUTNINGUR KVENNAKÓRSINS KÖTLU

29.3.2016

Þann 3. apríl næstkomandi mun Kvennakórinn Katla frumflytja kórverkið Guðnýjarljóð. Af því tilefni mun Listasafni Íslands opna dyr sínar gestum og gangandi og eru allir velkomnir 

Guðnýjarljóð samanstendur af þremur nýjum lögum við ljóð Guðnýjar Jónsdóttur frá Klömbrum, samið fyrir kvennakór og þá sérstaklega Kötlurnar af söngkonunni og tónskáldinu Maríu Magnúsdóttur. Kötlum stýra Hildigunnur Einarsdóttir og Lilja Dögg Gunnarsdóttir. 

Einnig munu Helga Kress prófessor og María Ellingsen leikkona flytja nokkur orð um líf og ljóð Guðnýjar Jónsdóttur sem var merk kona og fyrst íslenskra skáldkvenna sem fékk veraldleg ljóð eftir sig birt á prenti. 

Verkefnið var styrkt af Tónskáldasjóði 365 og STEF. 

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. 

nánar

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)