ILMANDI KAFFI OG HEIMABAKAÐ MEÐLÆTI

22.3.2017

Kaffistofa Listasafns Sigurjóns Ólafssonar býður upp á ilmandi kaffi og heimabakað meðlæti í notalegu umhverfi með útsýni yfir sundin. 

Safnið er opið á laugardögum og sunnudögum frá 14:00 - 17:00.  

Verið hjartanlega velkomin!

Sýningin Samskeytingar stendur nú yfir í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. 

Sigurjón Ólafsson er þekktur sem myndhöggvari af gamla skólanum. Auk þess að höggva í stein, tré og jafnvel málm, var hann ötull við að móta í leir og gifs og sjóða saman listaverk úr málmi. Einnig má segja að stóran hluta verka hans frá sjöunda og áttunda áratug liðinnar aldar megi flokka undir það sem kallað hefur verið samskeytingar, „assemblage“. Þá er viðarbútum, tilsniðnum eða eins og þeir koma fyrir, skeytt utan á tiltekinn kjarna svo úr verður heildstætt listaverk.

Á þessari sýningu í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnestanga gefur að líta úrval verka af þessum toga, sem Birgitta Spur hefur valið. Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur ritar aðfaraorð að sýningunni.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)