Ísabrot – jöklar í íslenskri myndist

13.3.2024

Listasafn Íslands vinnur um með skólum um allt land að verkefninu Ísabrot – jöklar í íslenskri myndlist.

Verkefnið byggir á smiðjum þar sem nemendur skoða listaverk úr safneign tengd jöklum út frá aðferðum Sjónarafls –þjálfunar í myndlæsi. Í framhaldi tekur við listræn vinna undir leiðsögn starfandi myndlistarmanna þar sem unnið er með jökla í ólíkum útfærslum, efnum og aðferðum. Verkefninu verður svo fylgt eftir með vandaðri útgáfu.

Ísabrot er kennt bæði í stað– og fjarkennslu. Við erum að vinna að því að bæta þjónustu við landsbyggðina og nú þegar taka margir skólar úti á landi þátt í verkefninu, m.a. Menntaskólinn á Egilsstöðum, Grunnskóli Snæfellsbæjar og Grunnskóli Hornafjarðar.

Nýverið tók Menntaskólinn í Borgarfirði þátt verkefninu, þar sem þau unnu hljóðskúlptúr með Úlfi Hanssyni, raftónlistarmanni. Þar bjuggu þau til vatnshelda míkrófóna, settu þá ofan í vatn of frystu og tóku svo upp hljóðin sem verða þegar ísinn bráðnar og úr varð hljóðverk.

Listasmiðjurnar eru unnar í tengslum við safneignarsýninguna Viðnám sem er í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Verkefnið er styrkt af Barnamenningarsjóði Íslands.


Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17