Ókeypis aðgangur fyrir börn og fylgdarmenn þeirra dagana 23.03. til 01.04.2024

17.3.2024

Kostir þess að fara á safn með fjölskyldu sinni eru óteljandi. Söfn eru kjörin vettvangur til þess að vekja áhuga á listaverkum og skapa samtal milli kynslóða um ýmis málefni sem tengjast samfélaginu, sögunni, listinni og samtímanum. Söfn eru vettvangur til þess að njóta umhverfisins, verða fyrir áhrifum, uppgötva og læra. Þegar fjölskyldur koma saman á safn sjá allir og læra eitthvað nýtt ásamt því að skapa sameiginlegar minningar í fallegu umhverfi.

Í Safnahúsinu er að finna safneignarsýninguna Viðnám - samspil myndlistar og vísinda.
Sýningin er á öllum fjórum hæðum hússins þar sem skemmtileg gagnvirkni og listasmiðjur leynast í hverjum krók og kima.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17