Leiðsögn sýningarstjóra

lau

4. maí

14:0015:00

Safnahúsið

Baráttan um gullið í Safnahúsinu

Leiðsögn sýningarstjóra

Verið velkomin á leiðsögn þar sem gullsmiðurinn Halla Bogadóttir leiðir gesti um samsýninguna Baráttan um gullið.

Á sýningunni er að finna myndverk og smíðisgripi eftir Finn Jónsson (1892–1993) og Jóhannes Jóhannesson (1921–1998), en báðir lærðu þeir gull- og silfursmíði áður en þeir lögðu myndlistina fyrir sig. Gullsmiðir í Félagi íslenskra gullsmiða tefla einnig fram nýrri smíði sem hver og einn gullsmiður tengir listaverki á sýningunni Viðnám í Safnahúsinu við Hverfisgötu.

Aðgangseyrir á safnið gildir.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17