FRÆÐSLU- OG VIÐBURÐADAGSKRÁ


Dagskrá

sumarnótt - listasmiðja fyrir börn 7.8.2021 14:00 - 16:00 Listasafn Íslands 21.8.2021 14:00 - 16:00 Listasafn Íslands

krakkaklúbburinn krummi

Kíkjum á listaverk Ragnars Kjartanssonar Sumarnótt sem sett er upp á sjö skjáum.
Frá verkinu fáum við hugmyndir og búum til listaverk með sama sniði. Hér koma skapalón og skapandi ímyndunarafl við sögu!

Lesa meira
 

GÆÐASTUND 11.8.2021 14:00 - 15:00 Listasafn Íslands

Sumarnótt / Ragnar Kjartansson

Leiðsögn um vídeóinnsetninguna Sumarnótt (Death Is Elsewhere) eftir Ragnar Kjartansson sem tekið var upp á íslenskri sumarnótt, þegar aldrei dimmir.
Þetta sjö rása verk er ein þeirra stóru vídeóinnsetninga sem hafa verið áberandi í listsköpun Ragnars síðustu ár þar sem endurtekningar, tími og rúm leika veigamikið hlutverk.

Lesa meira
 

MÁLUM HIMINTUNGLIN! 4.9.2021 14:00 - 16:00 Listasafn Íslands 18.9.2021 14:00 - 16:00 Listasafn Íslands

KRAKKAKLÚBBURINN KRUMMI

Kynnumst töfrum listmálunar og málum saman himingeiminn þar sem listaverkin á sýningunni Halló, geimur veita innblástur.

Lesa meira
 

Gæðastund 8.9.2021 14:00 - 15:00 Listasafn Íslands

Varðveisla listaverka í heimahúsum

Listaverk prýða víða heimili Íslendinga. Málverk, teikningar, textílverk, höggmyndir og silfurgripir eru viðkvæmir gripir sem þarfnast umönnunar og alúðar. Sérfræðingur Listasafns Íslands mun fjalla um varðveislu listaverka í heimahúsum og veita góð ráð varðandi umhirðu þeirra.

Lesa meira
 

SELMUKLÚBBURINN 11.9.2021 14:00 - 15:00 Listasafn Íslands

KRISTÍN JÓNSDÓTTIR FRÁ MUNKAÞVERÁ

Erindi um verk í eigu Listasafns Íslands eftir Kristínu Jónsdóttur frá Munkaþverá sem hlaut Heiðursviðurkenningu Myndlistarráðs árið 2021 fyrir framlag sitt til íslenskrar myndlistar.

Lesa meira
 

Q & A - RAGNAR KJARTANSSON Í LISTASAFNI ÍSLANDS 19.9.2021 14:00 - 15:00 Listasafn Íslands

Almenningi gefst kostur á að spyrja Ragnar Kjartansson þeirra spurninga sem vakna upp við áhorf Sumarnætur.
Hægt er að senda inn spurningar til listamannsins á netfangið mennt(at)listasafn.is

Lesa meira
 

ÆVINTÝRAHEIMUR MUGGS 9.10.2021 14:00 - 16:00 Listasafn Íslands

KRAKKAKLÚBBURINN KRUMMI

Klippum, límum, sköpum og skemmtum okkur!
Klippimyndasmiðja þar sem sérstæður myndheimur Muggs veitir innblástur að nýjum verkum og ævintýrum.

Lesa meira
 

GÆÐASTUND 13.10.2021 14:00 - 15:00 Listasafn Íslands

LEIÐSÖGN UM SÝNINGUNA MUGGUR - GUÐMUNDUR THORSTEINSSON

Leiðsögn um sýninguna Muggur – Guðmundur Thorsteinsson. Á sýningunni verður skyggnst inn í sérstæðan myndheim Muggs sem spannar víð svið: ævintýraheima þar sem fíngerðir prinsar og prinsessur dvelja í fögrum höllum, tröllaheima myrkurs og ógnar, landslag og sveitasælu á Íslandi, ferðaminningar frá framandi stöðum, náðarheim trúarinnar þar sem Kristur læknar sjúka, en einnig skoplegar og skondnar teikningar og þjóðsögur. 

Lesa meira
 

SELMUKLÚBBURINN 16.10.2021 14:00 - 15:00 Listasafn Íslands

Í LEIT AÐ LISTRÆNU FRELSI

Við rannsóknarvinnu og undirbúning yfirlitssýningar á verkum Guðmundar Thorsteinssonar (Muggs) komu í ljós áður óséðar heimildir sem varpa betra ljósi á feril listamannsins. Fjallað verður um ferlið við gerð sýningarinnar og útgáfu veglegrar sýningarskrár.

Lesa meira
 

HREKKJAVAKA Í SAFNI ÁSGRÍMS JÓNSSONAR 31.10.2021 14:00 - 16:00 Safn Ásgríms Jónssonar

KRAKKAKLÚBBURINN KRUMMI

Á safninu verða dularfullar verur á ferli og í rökkrinu má sjá verk Ásgríms Jónssonar í öðru ljósi. Álfar, tröll og draugar taka á sig skýra mynd og bjóðum við alla í búningum, stóra sem smáa, sérstaklega velkomna á Bergstaðastræti 74!

Lesa meira
 

GÆÐASTUND 10.11.2021 14:00 - 15:00 Listasafn Íslands

VERKFERILL LISTAMANNS

Ferðalag og fróðleikur um ævi og list Guðmundu Andrésdóttur (1922-2002).
Skoðuð verða verk sem eru hluti af sýningunni Halló, geimur ásamt öðrum verkum úr safneign Listasafns Íslands.

Lesa meira
 

SELMUKLÚBBURINN 18.11.2021 17:00 - 18:00

HEIMSÓKN Á VINNUSTOFU LISTAMANNS

Heimsókn á vinnustofu Ragnars Kjartanssonar þar sem hann segir frá verkum sínum og fer yfir vinnuferlið við gerð þeirra.
Nánari upplýsingar verða sendar Selmuklúbbsfélögum síðar.

Lesa meira
 

DIMMALIMM - BRÚÐULEIKSÝNING 20.11.2021 14:00 - 16:00 Listasafn Íslands

KRAKKAKLÚBBURINN KRUMMI

Kómedíuleikhúsið setur upp brúðuleiksýningu í Listasafni Íslands.
Dimmalimm er án efa eitt ástsælasta ævintýri þjóðarinnar. Sagan er eftir listamanninn Mugg frá Bíldudal. Ævintýrið fjallar um prinsessuna Dimmalimm sem eignast góðan vin sem er stór og fallegur svanur. En eins og í öllum góðum sögum gerist eitthvað óvænt og ævintýralegt.

Lesa meira
 

HEFUR ÞÚ SÉÐ NORÐURLJÓSIN DANSA? 4.12.2021 14:00 - 16:00 Listasafn Íslands

KRAKKAKLÚBBURINN KRUMMI

Skoðum listaverkið Norðurljósabarinn á sýningunni Halló, geimur og leikum okkur með liti, ljós og skugga. Gerum tilraunir með málningu.

Lesa meira
 

GÆÐASTUND 8.12.2021 14:00 - 15:00 Listasafn Íslands

LEIÐSÖGN UM OF THE NORTH EFTIR STEINU VASULKA

Leiðsögn um vídeóinnsetninguna Of the North eftir Steinu (Steinunni Briem Bjarnadóttur-Vasulka, f. 1940). Innsetningin er hluti af sýningunni Halló, geimur.
Verkið Of the North frá árinu 2001 er unnið út frá safni Steinu af vídeóupptökum, mestmegnis af náttúru Íslands. 

Lesa meira
 

SELMUKLÚBBURINN - HEIMSÓKN Á ALÞINGI 11.12.2021 14:00 - 15:00 Alþingi

Selmuklúbbsfélögum er boðið í heimsókn á Alþingi þar sem þeir fá leiðsögn um listaverkin þar, sem mörg hver eru í eigu Listasafns Íslands. 

ATH. Óskað er eftir skráningu á viðburðinn í síma 515 - 9600.

Lesa meira