FRÆÐSLU- OG VIÐBURÐADAGSKRÁ


Dagskrá

Ráðstefnan Börn í forgrunni færist á netið 5.10.2020 12:00 - 13:00 Þjóðminjasafnið 12.10.2020 12:00 - 13:00 Þjóðminjasafnið

Samstarfsverkefni Listasafns Íslands og Þjóðminjasafns Íslands Menntun barna í söfnum tilkynnir: Ráðstefnan Börn í forgrunni - um öflugt barnastarf í söfnum færist á alnetið og breytir um form. Í stað hálfsdagsráðstefnu í byrjun september er boðið til safnfræðslufjörs í byrjun október.

Lesa meira
 

Gæðastundir í Listasafni Íslands - ÞRÆÐIR LISTARINNAR 14.10.2020 14:00 - 15:00 Listasafn Íslands

Leiðsögn um sýninguna Listþræðir þar sem farið verður yfir fjölbreytileika íslenskrar textílverka, allt frá verkum Ásgerðar Búadóttur til samtímans.

Sjáumst í Listasafni Íslands, Fríkirkjuvegi 7.

Lesa meira
 

Gæðastundir í Listasafni Íslands - AFMÆLISBOÐ BERTELS 11.11.2020 14:00 - 15:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Í tilefni af 250 ára afmæli Bertels Thorvaldsen verður Safnahúsið við Hverfisgötu heimsótt og verkið Ganýmedes (1804) skoðað. Farið verður yfir sögu listamannsins í höggmyndagerð og tengsl hans við Ísland.

Lesa meira
 

Gæðastundir í Listasafni Íslands - LITLU JÓLIN Á HEIMILI LISTAMANNS 9.12.2020 14:00 - 15:00 Safn Ásgríms Jónssonar

Litlu jólin haldin á heimili og vinnustofu listamannsins Ásgríms Jónssonar og fjallað um tímann þegar hann myndskreytti íslenskar þjóðsögur.

Hittumst á Bergstaðastræti 74 og eigum notalega stund saman.

Lesa meira