FRÆÐSLU- OG VIÐBURÐADAGSKRÁ


Dagskrá

KRAKKAKLÚBBURINN KRUMMI - HALLÓ, GEIMUR! MÁLUM ALHEIMINN 6.3.2021 14:00 - 16:00 Listasafn Íslands 20.3.2021 14:00 - 16:00 Listasafn Íslands

Halló, geimur! Málum alheiminn - vísindi og listir
Stjörnu-Sævar fræðir okkur um óravíddir alheimsins og þaðan fáum við hugmyndir.
Notum sjálflýsandi málningu til að skapa okkar eigin himingeim.

Lesa meira
 

GÆÐASTUND - BERANGUR 10.3.2021 14:00 - 15:00 Listasafn Íslands

Leiðsögn um sýninguna Berangur þar sem sýnd verða lykilverk eftir Georg Guðna  (1961-2011) frá árunum 2006–2011.

Lesa meira
 

MÁLÞING - BERANGUR 13.3.2021 10:00 - 12:00 Listasafn Íslands

Listasafn Íslands efnir til málþings í tilefni af sýningunni Berangur . Þar flytja erindi Einar
Garibaldi sýningarstjóri, Anna Jóhannsdóttir listfræðingur og Guðbjörg R. Jóhannesdóttir
heimspekingur.

Lesa meira
 

Fjölskylduleiðsögn - halló, geimur 21.3.2021 14:00 - 15:00 Listasafn Íslands

Verið velkomin á fjölskyldusýninguna Halló, geimur!
Á sýningunni skyggnumst við inn í undraveröld himingeimsins með hjálp listaverka í safneign Listasafns Íslands.
Setjum upp gleraugu vísindamannsins og nemum nýjan fróðleik þar sem vísindi og listir mætast! Að leiðsögn lokinni geta fjölskyldur búið til sitt eigið stjörnumerki í himingeimahjólinu!

Lesa meira
 

SELMUKLÚBBURINN - HEIMSÓKN Á BESSASTAÐI 27.3.2021 14:00 - 16:00 Bessastaðir

Á Bessastöðum eru tæplega 30 listaverk í eigu Listasafns Íslands sem Selmuklúbbsfélögum gefst sérstakt tækifæri til að líta augum í fylgd sérfræðings.

ATH. Óskað er eftir skráningu á viðburðinn í síma 515 - 9600.

Lesa meira
 

KRAKKAKLÚBBURINN KRUMMI - ÞITT EIGIÐ STJÖRNUMERKI 10.4.2021 14:00 - 16:00 Listasafn Íslands 24.4.2021 14:00 - 16:00 Listasafn Íslands

Ertu ljón, sporðdreki, tvíburi eða vog? Eða kannski dreki, risaeðla eða spámaður?
Hittumst í Listasafni Íslands og skoðum sýninguna Halló, geimur.
Búum síðan til okkar eigin stjörnumerki.

Lesa meira
 

GÆÐASTUND - HALLÓ GEIMUR! 14.4.2021 14:00 - 15:00 Listasafn Íslands

Leiðsögn sýningarstjóra um sýninguna Halló, geimur!
Fjarlægar víðáttur í óendanlegum alheiminum hafa frá upphafi verið manninum hugleiknar og í aldanna rás hafa listamenn túlkað og tekist á við hugmyndir sínar um geiminn og miðlað þeim með fjölbreyttum hætti. 

Lesa meira
 

Selmuklúbburinn - fyrirlestur sérfræðings um finn jónsson myndlistarmann 17.4.2021 14:00 - 15:00 Listasafn Íslands

Í safneign Listasafns Íslands eru margar rausnarlegar gjafir frá íslenskum listamönnum og má þar nefna gjöf Finns Jónssonar og Guðnýjar Elísdóttur.
Rakel Pétursdóttir, sérfræðingur á Listasafni Íslands varpar ljósi á líf og list Finns Jónssonar.

Lesa meira
 

KRAKKAKLÚBBURINN KRUMMI - SPRETTIMYNDABÆKUR 8.5.2021 14:00 - 16:00 Listasafn Íslands 22.5.2021 14:00 - 16:00 Listasafn Íslands

Býr hönnuður í þér?
Í tilefni af Hönnunarmars sem í ár er haldinn í maí, býður Krakkaklúbburinn Krummi börnum og fjölskyldum þeirra í skemmtilega bókasmiðju í Listasafni Íslands.
Listaverkin á sýningum safnsins veita innblástur fyrir gerð svokallaðra sprettimyndabóka.

Lesa meira
 
Listasafn Íslands

GÆÐASTUND - SÝNING VERÐUR TIL 12.5.2021 14:00 - 15:00 Listasafn Íslands

Við undirbúning sýningar þarf að huga að fjölmörgum þáttum og koma sérfræðingar úr ýmsum störfum að slíkum undirbúningi. Rannsóknarvinna, hönnun rýmis, flutningur, forvarsla, og miðlun leika mikilvægt hlutverk í sýningargerð.
Farið verður yfir feril sýningargerðar frá fyrstu hugmynd til opnunar sýningar. 

Lesa meira
 

SELMUKLÚBBURINN - HEIMSÓKN Á ALÞINGI 15.5.2021 14:00 - 15:00 Alþingi

Selmuklúbbsfélögum er boðið í heimsókn á Alþingi þar sem þeir fá leiðsögn um listaverkin þar, sem mörg hver eru í eigu Listasafns Íslands. 

ATH. Óskað er eftir skráningu á viðburðinn í síma 515 - 9600.

Lesa meira
 

KRAKKAKLÚBBURINN KRUMMI - LISTIN AÐ TEIKNA 5.6.2021 14:00 - 16:00 Listasafn Íslands 19.6.2021 14:00 - 16:00 Listasafn Íslands

Teiknum listaverk í sýningarsölum Listasafns Íslands undir leiðsögn. Frábært tækifæri til þess að kynnast myndlistinni okkar og leyfa listrænum hæfileikum að njóta sín í fallegu umhverfi. 

Lesa meira
 
Ásgrímssafn

GÆÐASTUND - ÚTILEIÐSÖGN 9.6.2021 14:00 - 15:00 Listasafn Íslands

Útileiðsögn um slóðir listamanna í nágrenni Listasafns Íslands. Gönguferðinni lýkur í Safni Ásgríms Jónssonar við Bergstaðastræti 74 þar sem boðið verður upp á kaffi og bakkelsi frá Brauði og Co. í fallegu umhverfi.

Lesa meira
 

SELMUKLÚBBURINN - HEIMSÓKN Á VINNUSTOFU LISTAMANNS 12.6.2021 14:00 - 15:00

Heimsókn á vinnustofu Guðjóns Ketilssonar listamanns þar sem hann segir frá verkum sínum og fer yfir vinnuferlið við gerð þeirra.

ATH. Óskað er eftir skráningu á viðburðinn í síma 515 - 9600.

Lesa meira