FRÆÐSLU- OG VIÐBURÐADAGSKRÁ


Dagskrá

ÆVINTÝRAHEIMUR MUGGS 9.10.2021 14:00 - 16:00 Listasafn Íslands

KRAKKAKLÚBBURINN KRUMMI

Klippum, límum, sköpum og skemmtum okkur!
Klippimyndasmiðja þar sem sérstæður myndheimur Muggs veitir innblástur að nýjum verkum og ævintýrum.

Lesa meira
 

Muggur - sunnudagsleiðsögn sýningarstjóra 10.10.2021 14:00 - 15:00 Listasafn Íslands

 Sunnudagsleiðsögn sýningarstjóra um sýninguna Guðmundur Thorsteinsson - Muggur. 

Lesa meira
 

GÆÐASTUND 13.10.2021 14:00 - 15:00 Listasafn Íslands

LEIÐSÖGN UM SÝNINGUNA MUGGUR - GUÐMUNDUR THORSTEINSSON

Leiðsögn um sýninguna Muggur – Guðmundur Thorsteinsson. Á sýningunni verður skyggnst inn í sérstæðan myndheim Muggs sem spannar víð svið: ævintýraheima þar sem fíngerðir prinsar og prinsessur dvelja í fögrum höllum, tröllaheima myrkurs og ógnar, landslag og sveitasælu á Íslandi, ferðaminningar frá framandi stöðum, náðarheim trúarinnar þar sem Kristur læknar sjúka, en einnig skoplegar og skondnar teikningar og þjóðsögur. 

Lesa meira
 

SELMUKLÚBBURINN 16.10.2021 14:00 - 15:00 Listasafn Íslands

Í LEIT AÐ LISTRÆNU FRELSI

Við rannsóknarvinnu og undirbúning yfirlitssýningar á verkum Guðmundar Thorsteinssonar (Muggs) komu í ljós áður óséðar heimildir sem varpa betra ljósi á feril listamannsins. Fjallað verður um ferlið við gerð sýningarinnar og útgáfu veglegrar sýningarskrár.

Lesa meira
 

SELMUKLÚBBURINN 28.10.2021 17:00 - 18:00

HEIMSÓKN Á VINNUSTOFU LISTAMANNS

Heimsókn á vinnustofu Ragnars Kjartanssonar þar sem hann segir frá verkum sínum og fer yfir vinnuferlið við gerð þeirra.
Nánari upplýsingar verða sendar Selmuklúbbsfélögum síðar.

Lesa meira
 

HREKKJAVAKA Í SAFNI ÁSGRÍMS JÓNSSONAR 31.10.2021 14:00 - 16:00 Safn Ásgríms Jónssonar

KRAKKAKLÚBBURINN KRUMMI

Á safninu verða dularfullar verur á ferli og í rökkrinu má sjá verk Ásgríms Jónssonar í öðru ljósi. Álfar, tröll og draugar taka á sig skýra mynd og bjóðum við alla í búningum, stóra sem smáa, sérstaklega velkomna á Bergstaðastræti 74!

Lesa meira
 
Jón Stefánsson, Sumarnótt

HÁDEGISLEIÐSÖGN / FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR Í SAFNAHÚSINU 9.11.2021 12:00 - 13:00 Safnahúsið við Hverfisgötu 16.11.2021 12:00 - 13:00 Safnahúsið við Hverfisgötu 23.11.2021 12:00 - 13:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Listasafn Íslands sýnir perlur íslenskrar myndlistar í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Lykilverk úr safneigninni veita innsýn í íslenska listasögu frá síðari hluta 19.aldar til dagsins í dag og endurspegla fjölbreytt viðfangsefni fjölmargra listamanna. Sýningin veitir einnig kærkomið tækifæri til þess að endurnýja kynnin við mörg af helstu listaverkum þjóðarinnar.

Lesa meira
 

GÆÐASTUND 10.11.2021 14:00 - 15:00 Listasafn Íslands

VERKFERILL LISTAMANNS

Ferðalag og fróðleikur um ævi og list Guðmundu Andrésdóttur (1922-2002).
Skoðuð verða verk sem eru hluti af sýningunni Halló, geimur ásamt öðrum verkum úr safneign Listasafns Íslands.

Lesa meira
 

SUNNUDAGSLEIÐSÖGN - MUGGUR 14.11.2021 14:00 - 15:00 Listasafn Íslands

Sunnudagsleiðsögn sérfræðings um sýninguna Guðmundur Thorsteinsson - Muggur.

Lesa meira
 

DIMMALIMM - BRÚÐULEIKSÝNING 20.11.2021 14:00 - 16:00 Listasafn Íslands

KRAKKAKLÚBBURINN KRUMMI

Kómedíuleikhúsið setur upp brúðuleiksýningu í Listasafni Íslands.
Dimmalimm er án efa eitt ástsælasta ævintýri þjóðarinnar. Sagan er eftir listamanninn Mugg frá Bíldudal. Ævintýrið fjallar um prinsessuna Dimmalimm sem eignast góðan vin sem er stór og fallegur svanur. En eins og í öllum góðum sögum gerist eitthvað óvænt og ævintýralegt.

Lesa meira
 

MÁLÞING - HALLÓ, GEIMUR 27.11.2021 10:00 - 12:00 Listasafn Íslands

Áhugaverð erindi um myndlistina og himingeimin!
Listasafn Íslands efnir til málþings í tilefni af sýningunni Halló, geimur.
Málþingið verður haldið í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg 7, laugardaginn 27. nóvember kl. 10. 

Lesa meira
 

HEFUR ÞÚ SÉÐ NORÐURLJÓSIN DANSA? 4.12.2021 14:00 - 16:00 Listasafn Íslands

KRAKKAKLÚBBURINN KRUMMI

Skoðum listaverkið Norðurljósabarinn á sýningunni Halló, geimur og leikum okkur með liti, ljós og skugga. Gerum tilraunir með málningu.

Lesa meira
 

Sunnudagsleiðsögn - Muggur 5.12.2021 14:00 - 15:00 Listasafn Íslands

Sunnudagsleiðsögn sérfræðings um sýninguna Guðmundur Thorsteinsson - Muggur.

Lesa meira
 

GÆÐASTUND 8.12.2021 14:00 - 15:00 Listasafn Íslands

LEIÐSÖGN UM OF THE NORTH EFTIR STEINU VASULKA

Leiðsögn um vídeóinnsetninguna Of the North eftir Steinu (Steinunni Briem Bjarnadóttur-Vasulka, f. 1940). Innsetningin er hluti af sýningunni Halló, geimur.
Verkið Of the North frá árinu 2001 er unnið út frá safni Steinu af vídeóupptökum, mestmegnis af náttúru Íslands. 

Lesa meira
 

SELMUKLÚBBURINN - HEIMSÓKN Á ALÞINGI 11.12.2021 14:00 - 15:00 Alþingi

Selmuklúbbsfélögum er boðið í heimsókn á Alþingi þar sem þeir fá leiðsögn um listaverkin þar, sem mörg hver eru í eigu Listasafns Íslands. 

ATH. Óskað er eftir skráningu á viðburðinn í síma 515 - 9600.

Lesa meira
 

FJÖLSKYLDULEIÐSÖGN - HALLÓ, GEIMUR 12.12.2021 14:00 - 15:00 Listasafn Íslands

Við skyggnumst við inn í undraveröld himingeimsins með hjálp listaverka í safneign Listasafns Íslands.
Setjum upp gleraugu vísindamannsins og nemum nýjan fróðleik þar sem vísindi og listir mætast.

Lesa meira