Dagskrá

SUNNUDAGSLEIÐSÖGN - SUMARNÓTT / rAGNAR KJARTANSSON

  • 20.6.2021, 14:00 - 15:00, Listasafn Íslands

20. júní kl. 14 
Sunnudagsleiðsögn
Sumarnótt / Ragnar Kjartansson

Leiðsögn um vídeóinnsetninguna Sumarnótt (Death Is Elsewhere) eftir Ragnar Kjartansson. Þetta sjö rása verk er ein þeirra stóru vídeóinnsetninga sem hafa verið áberandi í listsköpun Ragnars síðustu ár þar sem endurtekningar, tími og rúm leika veigamikið hlutverk. Verkið Sumarnótt var fyrst sýnt í Metropolitan-safninu í New York árið 2019 og er þetta í fyrsta sinn sem verkið er sett upp hér á landi.

Umsjón: Inga Jónsdóttir, verkefnastjóri sýningar

Reglum um sóttvarnir er fylgt með talningu gesta.

Aðgangseyrir á safnið gildir, ókeypis fyrir meðlimi Selmuklúbbsins.
Hér má lesa nánar um sýninguna