Afhending styrks úr Styrktarsjóði Guðmundu Andrésdóttur

21.12.2020

Afhending styrks úr Styrktarsjóði Guðmundu Andrésdóttur listmálara, þriðjudaginn 22. desember kl. 16

Samkvæmt erfðaskrá Guðmundu Andrésdóttur listmálara var stofnaður styrktarsjóður í hennar nafni. Í skipulagsskrá sjóðsins kemur fram að markmið hans sé ,,að styrkja og hvetja unga og efnilega myndlistarmenn til náms”.

Að þessu sinni munu tveir einstaklingar hljóta styrki, að upphæð 1 milljón krónur hvor og munu þeir taka við styrkjunum að stjórn sjóðsins viðstaddri. Hún er skipuð þeim Ásrúnu Kristjánsdóttur, Haraldi Jónssyni og Hörpu Þórsdóttur sem er formaður stjórnar.

Vegna fjöldatakmarkana verður viðburðinum streymt á Facebooksíðu Listasafns Íslands. Við vonum við að þú sjáir þér fært að fylgjast með viðburðinum á síðunni og taka þannig þátt í því að hvetja áfram ungu styrkþegana og heiðra um leið minningu Guðmundu Andrésdóttur.

Linkur á Facebook viðburð/streymi: https://fb.me/e/btSdh3ZVC

Mynd: Guðmunda Andrésdóttir, án titils, ártal óskráð, LÍ 6352.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17