ART OF MEMORY Í VASULKA-STOFU

20.1.2017

Í tilefni 80 ára afmælis Woody Vasulka (f. 20.01.1937) efnir Vasulka-stofa til sérstakrar sýningar á vídeóverkinu Art of Memory, en 30 ár eru liðin síðan verkið var frumsýnt, 1987. 

Verkið er viðeigandi á þessum tímamótum þar sem áhorfandinn er með áhrifaríkum hætti leiddur inn í fortíðina, þar sem ferðast er um draumkennt og víðáttumikið landslag með skírskotunum til sögunnar.

Á sýningunni má einnig sjá brot úr gagnasafni Vasulka-stofu. 

Steina og Woody Vasulka hafa haldið vel utan um arfleifð sína og varðveitt þau gögn sem tengjast list þeirra og starfi. Við stofnun Vasulka-stofu, undir lok árs 2014, gáfu þau Listasafni Íslands stóran hluta af gagnasafni sínu til varðveislu, en í því er meðal annars að finna upprunaleg listaverk, skissubækur, heimildarmyndir, bókasafn, ljósmyndir, sýningarskrár, viðurkenningar, greinar, plaköt og persónuleg skjöl.Sýningin stendur yfir til 1. september 2017. nánar

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)