HJÓLREIÐARFÓLK VELKOMIÐ!

2.7.2019

Á dögunum fékk aðstaða Listasafnsins við Fríkirkjuveginn sérstaka hjólavottun, sem staðfestir að aðstaða fyrir hjólandi gesti og starfsmenn við safnið er góð.

Stórir hjólabogar eru við anddyri Listasafnsins fyrir hjólandi gesti safnsins og hjólapumpa og einfalt verkfærasett í móttökunni til afnota fyrir þá sem þurfa.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)