ILLUSION WOMAN - STUDY#1 OG WORLD AT A CROSSROADS

27.9.2016

Ræða Illusion Woman, skrifuð af breska heimspekingnum, aktívistanum og femínistanum Ninu Power ásamt Libiu og Ólafi, er yfirlýsing um efnahagsástandið og pólitískt andrúmsloft í Evrópu og víðar eftir hrunið 2008, og spáir fyrir um tvenns konar framtíðarhorfur. Einnig verður serían 'World at a Crossroads', sem inniheldur einnar mínútu langar kvikmyndir, frumsýnd. Listamennirnir hafa séð um listræna stjórn í vali inn í seríuna í samstarfi við RIFF og The One Minutes Institute í Hollandi. Haldnar verða umræður um verk listamanna á opnuninni ásamt drykk í boði Listasafns Íslands. Illusion Woman – Study #1 og World at a Crossroads verða sýndar ókeypis í Listasafni Íslands á opnunartíma.sjá á heimasíðu RIFF

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17