JEZ DOLAN Í LISTASAFNI ÍSLANDS Í TILEFNI HINSEGIN DAGA Í REYKJAVÍK

7.8.2018

Breski listamaðurinn Jez Dolan sýnir verk sitt Wolfenden í Listasafni Íslands í tilefni Hinsegin daga í Reykjavík frá 7. - 12. ágúst. Jez Dolan hefur getið sér gott orð fyrir LGBT+ list sína en verkið Wolfenden, vann hann að ósk breska þingsins. Hinsegin dagar í Reykjavík marka einnig upphafið að dvöl hans sem fyrsti alþjóðlegi gestalistamaðurinn í verkefninu „NATUR: North Atlantic Tale“ sem Einkofi Productions hefur veg og vanda af, en verkefnið nýtur stuðnings Creative Europe sem hluti af Evrópuári menningararfsins.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17