JÓLATÓNLEIKAR SNORRA ÁSMUNDSSONAR BESTA PÍANÓLEIKARA EVRÓPU

10.12.2015

Jólatónleikar Snorra Ásmundssonar besta píanóleikara Evrópu.Laugardaginn 12. desember kl. 16 í Listasafni ÍslandsSnorri Ásmundsson (1966) myndlistarmaður kom nú nýverið úr skápnum sem píanóleikari og hefur komið fram í Danmörku og Póllandi síðastliðið sumar. En Snorri telur sig vera besta píanóleikara í Evrópu í dag. Hann hélt sýna fyrstu píanótónleika í sumar í Mengi sem lengi verður í minnum gesta og eru margir sammála um að Snorri sé það allra ferskasta sem komið hefur fram í tónlistarlífinu í áratugi. Ókeypis verður inn á tónleikana sem byrja kl. 16 í Listasafni Íslands, Fríkirkjuvegi 7.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17