Leiðsögn og listamannaspjall með Sigrúnu Harðardóttur í Listasafni Íslands á Menningarnótt.Laugardaginn 20. ágúst kl. 17:00, Fríkirkjuvegi 7.
Sigrún Harðardóttir myndlistarmaður segir frá verki sínu HRYNJANDI HVERA. Verkið er gagnvirk innsetning þar sem Sigrún fjallar um hina margbreytilegu hrynjandi og hljóm yfirborðsvirkni jarðhitasvæðis. HRYNJANDI HVERA er gagnvirkur óður til jarðarinnar í formi 36 myndbanda og gólfstykkis sem inniheldur 9 þrýstiskynjara. Sigrún segir einnig frá verkum Steinu og Woody Vasulka, ferli þeirra og störfum.
Eftir leiðsögnina kl. 17:30 verður listamannaspjall með Sigrúnu í Vasulka-stofu. Halldór Björn Runólfsson safnstjóri Listasafns Íslands ræðir við hana um verk hennar og feril.
SJÁ DAGSKRÁ MENNINGARNÆTUR HÉR