NÝ SÝNING Í SAFNI ÁSGRÍMS JÓNSSONAR

28.1.2015

Safn Ásgríms Jónsonar opnar á ný eftir tveggja mánaða hlé með nýja sýningu. 

Verk Ásgríms Jónssonar (1876-1958) spanna langt tímabil í sögu þjóðarinnar. Tíma sjálfstæðisbaráttu og átakatíma þegar sveitasamfélagið er að leysast upp og Reykjavík að verða borgarsamfélag. Túlkun þess séða og óséða, landslag og sagnaarfur var hans meginviðfangsefni í gegnum allan ferilinn sem spannar fyrri hluta tuttugustu aldar. Málverk hans og teikningar endurspegla einlæga ást til lands og þjóðar. Val verkanna á sýningunni endurspeglar breiddina í viðfangsefnum listamannsins.

Sýningin er á heimili og vinnustofu listamannsins við Bergstaðastræti 74. Opnunartími fram til 15. maí er á sunnudögum frá kl. 14:00–17:00. Hægt er að bóka leiðsögn samkvæmt samkomulagi í síma 515 9600 og 515 9625.

Leiðsögn verður um sýninguna á Safnanótt í Reykjavík 6. febrúar kl. 20:30. nánarIn english here

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17