SUNNUDAGSLEIÐSÖGN: UNDIR BERUM HIMNI - MEÐ SUÐURSTRÖNDINNI

31.3.2016

Rakel Pétursdóttir, deildarstjóri rannsókna og sérsafna sem jafnframt er sýningarstjóri mun fjalla um dvöl Ásgríms í Kaupmannahöfn, námið við Konunglega listaháskólann og kennara hans þar. Þá mun hún rekja þróun verka hans á sýningunni og lyfta fram ýmsum áhrifavöldum sem komu við sögu út frá málverkum frá ferðum listamannsins um Suðurland og austur í Skaftafellsýslur næstu tvo áratugina eftir heimkomuna.

Á sýningunni eru bæði olíu og vatnslitamyndir frá árunum 1909 - 1928.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17