Styrkurinn er sá hæsti sem Menningarráð Noregs afhendir að þessu sinni og er veittur Vasulka-stofu til áframhaldandi skráningar og varðveislu á vídeóverkumog skyldra listaverka í samstarfi við Videokunstarkivet í Osló og Norgesfilm í Kristiansand.Afhendingin fór fram föstudaginn 6. mars í Listasafni Íslands. Viðstaddir athöfnina voru, Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra, Cecilie Landsverk sendiherra Noregs, Halldór Björn Runólfsson safnstjóri Listasafns Íslands og Kristín Scheving deildarstjóri Vasulka-stofu.Vasulka-stofa hefur nú þegar hlotið styrki frá Norrænu menningargáttinni og Norræna menningarsjóðnum vegna verkefnisins Samræða um stafræna myndlist í Norðri og var haldið málþing í aðdraganda opnunnar Vasulka-stofu í haust og er verkefnið unnið í samstarfi við Vídeógagnasafnið í Osló og Kynningarmiðstöð finnskrar raflistar. lesa meira um Norsk-islandsk kultursamarbeid- sjóðinnÚthlutanir 2015