Vatnslitasmiðja fyrir fullorðna

22.5.2020

Hefur þig alltaf langað til að prófa að mála með vatnslitum? Nú er tækifærið að koma í skapandi safnaheimsókn!Sunnudaginn 24. maí kl.14-16 verður vatnslitasmiðja fyrir fullorðna (byrjendur) í Listasafni Íslands í tengslum við sýninguna Að fanga kjarnann / Mats Gustafson.Karlotta Blöndal myndlistamaður stýrir smiðjunni og ætlar að segja okkur frá eðli vatnslita og leiða okkur áfram með stuttum æfingum. Allt efni verður á staðnum, en fólki er heimilt að taka sín eigin áhöld og pappír ef það vill.Aðgangseyrir á safnið gildir, Fjöldi miðast við 12 manns - nauðsynlegt er að skrá sig með því að senda skilaboð á netfangið: mennt@listasafn.isVertu velkomin í Listasafn Íslands.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17