Verk eftir Egil Sæbjörnsson

Gæðastund

mið

13. des

14.0015:00

Listasafnið
Gæðastundir

Egill Sæbjörnsson og óendanlegir vinir alheimsins
Leiðsögn sérfræðings um sýninguna Egill Sæbjörnsson og óendanlegir vinir alheimsins. Í sköpun Egils Sæbjörnssonar er leikgleðin alltumlykjandi. Fjölbreytileiki efnisheimsins og alheimsvitundarinnar spretta upp líkt og gorkúlur í formi tónlistar, innsetninga, lifandi skúlptura og ljóslifandi ímyndaðra ferðafélaga. Á sýningunni býður Egill óendalegum fjölda vina velkomna í samverustund í leikherbergi listarinnar.


Gæðastundir eru viðburðir sem ætlaðir eru eldri borgurum. Viðburðirnir eru samsettir af sérsniðnum leiðsögnum og spjalli við sérfræðinga safnsins um myndlist, yfirstandandi sýningar og starfsemi.
Viðburðirnir skapa tækifæri fyrir gesti til að nálgast myndlistina og menningararf þjóðarinnar á margvíslegan hátt. Ávallt er boðið upp á kaffi og meðlæti á gæðastundum í Listasafni Íslands. Bakkelsið er í boði Brauðs og Co sem styrkir verkefnið.
Aðgangseyrir á safnið gildir.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17