Tumi

Krakkaklúbburinn Krummi

lau

4. feb

1416

lau

18. feb

1416

Listasafnið
Krummi

Setjum upp okkar eigin myndlistarsýningu!
Listasmiðja þar sem sýningin Gangurinn veitir innblástur að listsköpun og sýningaruppsetningu. Umhverfið í Krakkaklúbbnum breytist í gallerí.

Krakkaklúbburinn Krummi stendur fyrir fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá í hverjum mánuði þar sem kátum krökkum er boðið að fræðast um listaverkin í safneign Listasafns Íslands, skapa listaverk og leika sér í nærandi umhverfi.
Með stofnun krakkaklúbbsins vill Listasafn Íslands veita börnum og fjölskyldum þeirra tækifæri til þess að njóta góðra stunda saman á safninu. Dagskráin er vönduð og öllum er velkomið að taka þátt, sér að kostnaðarlausu.

Umsjón með smiðju: Ariana Katrín
Staðsetning smiðju: Fríkirkjuvegur 7

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17