Krakkaklúbburinn Krummi

lau

10. sept

1416

lau

24. sept

1416

Listasafnið
Krummi

Ekkert er víst nema að allt breytist
Óróasmiðja innblásin af verkum Ingunnar Fjólu Ingþórsdóttur og Margrétar H. Blöndal. Við leikum okkur með hreyfingu, jafnvægi og þyngdarlögmálið og vinnum óróa úr blönduðum efnivið.

Krakkaklúbburinn Krummi stendur fyrir fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá í hverjum mánuði þar sem kátum krökkum er boðið að fræðast um listaverkin í safneign Listasafns Íslands, skapa listaverk og leika sér í nærandi umhverfi.
Með stofnun krakkaklúbbsins vill Listasafn Íslands veita börnum og fjölskyldum þeirra tækifæri til þess að njóta góðra stunda saman á safninu. Dagskráin er vönduð og öllum er velkomið að taka þátt, sér að kostnaðarlausu.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)