Krakkaklúbburinn Krummi
lau
20. jan
14:00—16:00
Komið og kynnist tröllunum Ūgh og Bõögâr!
Tröllaskartgripasmiðja sem sannarlega mun koma á óvart, því að tröllin elska að skapa með börnum.
Með Krakkaklúbbnum Krumma vill Listasafn Íslands veita börnum og fjölskyldum þeirra tækifæri til þess að njóta góðra stunda saman á safninu. Dagskráin er vönduð og öllum er velkomið að taka þátt.
Merki krakkaklúbbsins er fengið út barnabókinni Rauði hatturinn og krummi eftir Ásgerði Búadóttur myndlistarmann.
Ókeypis fyrir alla fjölskylduna.