Sviðsett augnablik
Leiðsögn sérfræðings um sýninguna Sviðsett augnablik. Sýningin varpar ljósi á einn fjölbreyttasta safnkostinn í safneign Listasafns Íslands sem er ljósmyndin. Verkin spanna tímabilið frá áttunda áratug síðustu aldar til dagsins í dag.
Á Íslandi má segja að með notkun hugmyndalistamanna á ljósmyndinni á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar hafi hún fyrst farið að njóta athygli sem myndlistarform.