Leiðsögn sérfræðings
sun
17. nóv
14:00—15:00
Leiðsögn sérfræðings
Listfræðingur leiðir gesti um sýninguna Innsýn, útsýn – Listasafn Íslands í 140 ár
Í tilefni af 140 ára afmæli Listasafns Íslands er efnt til sýningar á völdum listaverkum úr safneigninni eftir um 100 listamenn frá mismunandi tímabilum listasögunnar. Sýningin er haldin í öllum fjórum sölum safnbyggingarinnar við Fríkirkjuveg og skiptist í fjögur meginþemu: form, manneskjan, samfélag og landslag. Sýningin endurspeglar ekki aðeins það hlutverk Listasafns Íslands að byggja upp safnkost sem endurspeglar strauma og stefnur í listum hverju sinni, heldur einnig mikilvægi safnsins sem varðveislustaðar og lifandi vettvangs skoðanaskipta.