Krakkaklúbburinn Krummi
lau
11. feb
14—16
lau
25. feb — 20. des
14—16
Plánetusmiðja
Í smiðjunni leikum við okkur með efni sem breytast í snúningi og ljósi og útbúum okkar eigin plánetur. Saman munu pláneturnar mynda sólkerfi sem lýsir upp „himinhvolfið“.
Þórdís Erla Zoega listamaður leiðir smiðjuna.
Krakkaklúbburinn Krummi stendur fyrir fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá í hverjum mánuði þar sem kátum krökkum er boðið að fræðast um listaverkin í safneign Listasafns Íslands, skapa listaverk og leika sér í nærandi umhverfi.
Með stofnun krakkaklúbbsins vill Listasafn Íslands veita börnum og fjölskyldum þeirra tækifæri til þess að njóta góðra stunda saman á safninu. Dagskráin er vönduð og öllum er velkomið að taka þátt, sér að kostnaðarlausu.
Staðsetning: Safnahúsið við Hverfisgötu