Síðdegi á safninu
fim
17. okt
17:00—19:00
fim
24. okt
17:00—19:00
Síðdegi á safninu
Dagskrá sem ætluð er listunnendum og áhugafólki um myndlist.
Sérfræðingar safnsins veita innsýn í ákveðna þætti úr listasögunni í fallegu umhverfi listasafnsins. Innifalið í verði er bók sem tengist viðfangsefninu hverju sinni, léttar veigar og árskort+1 sem gildir í safnhús Listasafns Íslands.
Staðsetning: Fríkirkjuvegur 7
Óskað er eftir skráningu á viðburðina í gegnum mennt@listasafn.is, hámarksfjöldi er 20 manns á hverjum viðburði.
Verð: 9.800 kr. staðgreitt
Korriró og Dillidó – þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar
Fjallað verður um þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar og þann mikilvæga menningararf sem verkin eru. Listasafn Íslands geymir margan fjársjóðinn sem vert er að draga fram í dagsljósið og deila með öðrum. Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar fylla þennan flokk en þær veita ómetanlega innsýn í mikilvægan þátt í sjónrænum menningararfi þjóðarinnar. Ásgrímur var fyrstur til að myndgera álfa, tröll og drauga, sem lifað höfðu í hugskoti Íslendinga um aldir og birtust þessar myndir bæði á sýningum og í bókum á fyrstu árum 20. aldarinnar.