Spyrjið listamanninn Þóru Sigurðardóttur & útgáfuhof
sun
1. sept
14:00—16:00
Spyrjið listamanninn Þóru Sigurðardóttur & útgáfuhof
Spyrjið listamanninn Þóru Sigurðardóttur
Í tilefni sýningarinnar Járn, hör, kol og kalk: Ný verk eftir Þóru Sigurðardóttur gefst almenningi kostur á að spyrja listamanninn þeirra spurninga sem vakna í tengslum við verkin á sýningunni.
Aðgöngumiði á safnið gildir á listamannaspjallið.
Kl. 15:00 bjóðum við ykkur velkomin á útgáfuhóf bókarinnar Járn, hör, kol og kalk. Bókin er unnin árunum 2020 til 2024 og kynnir verk Þóru Sigurðardóttur. Unnið var að gerð bókarinnar að nokkru samhliða undirbúningi fyrir samnefnda sýningu í Listasafni Íslands.
Í bókinni eru myndir af verkum sem flest eru unnin á árunum 2016-2023, en einnig nokkur verk frá árunum 1992 til 1994 sem tengjast þemanu sem sýningin í Listasafni Íslands hverfist um: hversdaglegum plönum, rými, teikningu og eiginleikum efnis. Í bókinni eru einnig ljósmyndir frá vinnustofu listamannsins. Bókin verður fáanleg í Listasafni Íslands og víðar eftir hentugleikum.
Ókeypis aðgangur á útgáfuhóf.