Skúli Sverrisson

TónLeikur í Glerregni

lau

30. sept

16:0017:00

Listasafnið

Tónleikur í Glerregni

Davíð Þór Jónsson, Una Sveinbjarnadóttir og Skúli Sverrisson koma fram á stuttum einleikstónleikum þar sem þau skapa verk út frá upplifunum sínum af Glerregni Rúrí sem nú er til sýnis í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg. Verkin munu endurspeglaþau hughrif  sem tónskáldin nema í tengslum við Glerregnið og eru rauntímatónsmíðar. Davíð Þór mun leika á slaghörpu í sinni sköpun, Una Sveinbjarnardóttir á fiðlu og Skúli Sverrisson á kassabassagítar.


Davíð Þór Jónsson
16. september kl. 16

Davíð Þór er einstaklega fjölhæfur tónlistarmaður, hefur samið verðlaunatónlist fyrir kvikmyndir, leikrit og dansverk, stjórnað hljómsveitum og starfað með fjölbreyttum hópi listamanna, meðal annars hefur hann unnið náið með Ragnari Kjartanssyni. Á síðust árum hefur hann lagt áherslu á rauntímatónsmíðar.

Una Sveinbjarnardóttir
23. september kl. 16

Una Sveinbjarnardóttir er einn virtasti fiðluleikari landsins. Hún hefur leitt Kammersveit Reykjavíkur og leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands, ásamt því að leika með ýmsum öðrum tónleikahópum erlendis og innanlands. Þá hefur Una samið og gefið út eigin tónlist og unnið með fjölda þekktra tónlistarmanna, meðal annars Björk, Rammstein og Bonnie Prince Billy. 

Skúli Sverrisson
30. september kl. 16

Skúli Sverrisson, bassaleikari og tónskáld, hefur verið í framvarðasveit íslenskra tónlistarmanna og starfað með fjölbreytilegum hópi tónlistarmanna á borð Eyvind Kang, Laurie Andersson, Blonde Readhead, Lou Reed, Ryuichi Sakamoto, David Sylvian, Megasi, Jóhanni Jóhannssyni og Hildi Guðnadóttur. Skúli er einn af stofnendum tónlistarhússins Mengis og listrænn stjórnandi þess.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17