Dúó stemma, úti í snjónum með hljóðfærin uppi við, hún spilar á fiðlu, hann á potta.

Dúó Stemma í Safnahúsinu

sun

13. nóv

14:0015:00

Safnahúsið

Veturkarlinn kominn er og við bjóðum til tónleika fyrir fjölskyldur í Safnahúsinu þann 13. nóvember kl. 14.

„Veturkarlinn kominn er“ heitir tónleikhúsið sem Dúó Stemma ætla að flytja í Safnahúsinu 13. nóvember. Leikin og sungin verða íslensk þjóðlög, tengd vetrinum og öðrum árstíðum, farið með þulur og með sköpunarkrafti barnanna verður sögð hljóðsaga um vináttuna með hjálp alls kyns hljóðfæra og hljóðgjafa.  Leikið verður á ýmis hefðbundin og óhefðbundin hljóðfæri ss íslenska steina hrossakjálka skyrdósir langspil víólu og trommur. 

       

Dúó Stemma eru Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari og Steef van Oosterhout slagverksleikari. Bæði eru þau hljóðfæraleikarar í Sinfóníuhljómsveit Íslands en hafa leikið saman tvö sem Dúó Stemma í fjölmörg ár og búið til skemmtileg og fræðandi prógrömm fyrir alla börn á öllum aldri

Dúó Stemma hefur leikið barnatónleika sína á fjölmörgum leikskólum og skólum hér á Höfuðborgarsvæðinu og víðsvegar um allt Ísland. Einnig hafa þau komið fram í stærri tónlistarhúsum ss Hörpu Salnum í Kópavogi  og Hofi. Þau hafa farið út fyrir landsteina og spilað fyrir börn í Færeyjum Grænlandi og Hollandi og árið 2019 spiluðu þau fjölskyldutónleika í Konzerthaus Berlín. Sl vor fengu þau styrk frá Barnamenningarsjóði og spiluðu í 5 stórborgum í víðsvegar um Evrópu fyrir íslensk börn á erlendri grundu. Á menningarnótt spilaði Dúó Stemma fyrir fullu sal í Safnahúsinu. 

Árið 2008 fengu þau viðurkenningu  fyrir framlag þeirra til barnamenningar á Íslandi.

 

Aðgangur er ókeypis á tónleikana, öll velkomin!

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17