Kennaraklúbbur Listasafns Íslands

Kennaraklúbbur Listasafns Íslands hefur göngu sína

Kennarar allra skólastiga og allra skóla fá bráðlega tækifæri til að hittast reglulega á Listasafni Íslands og kanna hvernig hægt er að nýta safnið og fjársjóði þess sem efnivið í kennslu og safnhúsin þrjú sem námsvettvang.  Kennarar gegna lykilstöðu í menntun barna, ungmenna og annarra og þess vegna finnst okkur mikilvægt að setja af stað skemmtilegan og fræðandi klúbb þar sem fræðsludeild safnsins getur verið í virku samtali við kennara. Við stefnum á að kynna útgáfur og halda viðburði sem henta kennurum allra námsgreina og um leið opna fyrir virka hlustun á þörfum skólakerfisins innan frá. Við hlökkum mikið til að bjóða kennara velkomna í klúbbinn. Öll sem kenna, hafa kennt eða hafa áhuga á kennslumálum eru velkomin í klúbbinn!
Stofnfundur verður haldin bráðlega – fylgist með!

Hægt er að skrá sig í klúbbinn með nafni og netfangi á mennt@listasafn.is

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)