Rottukórinn

2020

Gunnhildur Hauksdóttir 1972-

Rottukór er innsetning unnin uppúr hljóðheimi og félagslífi rotta. Verkið samanstendur af 14 teikningum, 15 mínutna hljóðverki og 9 sílíkon-afsteypum af rottu. Verkið tilheyrir röð verka þar sem Gunnhildur vinnur með umbreytingu hljóðs og myndar og varð til uppúr hugmynd um gjörning. í þessu verki umbreytir hún hljóði úr rottum, sem var tekið upp í tilraunastofu þar sem rannsakað var hvernig rottur tjá hamingju. Hljóðinu er breytt í ómmyndir því mannseyrað nemur ekki tungumál rotta. Gunnhildur túlkar svo ómmyndirnar fyrir mannsraddir með teikningum sem kvennakórinn Hrynjandi syngur eftir. Þannig umbreytist hljóð úr rottum yfir í ómmynd, og þaðan yfir í teikningar og skúlptúr sem mannsraddir síðan túlka yfir í kórverk.

Listaverk eftir Gunnhildi Hauksdóttir, tíu rottu ungar hanga á priki og kallast verkið Rottukórinn.
LÍ-11672
  • Ár2020
  • GreinSkúlptúr, Nýir miðlar - Hljóðverk, Nýir miðlar - Innsetningar, Teiknun - Blekteikningar
  • EfnisinntakHljóðgögn, Tungumál
  • AðalskráMyndlist/Hönnun
  • EfniBambus, Pappír, Sílíkon

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17