Gluggi

1997-2002

Kristinn G. Harðarson 1955-

LÍ-8049

Kristinn G. Harðarson á sér fjölbreyttan feril og má með sanni segja að hann hafi fengist við flesta miðla myndlistarinnar. Sem dæmi má nefna að hann málar og teiknar, notar texta, tekur ljósmyndir, saumar út, gerir hefðbundnar höggmyndir og býr til innsetningar og gjörninga af ýmsu tagi. Í verkum sínum rannsakar Kristinn þann miðil sem hann fæst við hverju sinni og kynnir sér möguleika hans. Um leið upphefur hann hið hversdagslega og tilviljanakennda og minna verk hans því um margt á það sem var að gerast á áttunda áratugnum undir merkjum SÚM og Fluxus. Kristinn hefur hins vegar verið óhræddur við að prófa nýjar leiðir og hefur hann verið í stöðugri endurnýjun síðustu tvo áratugi. Kristinn bjó um árabil í Bandaríkjunum og má eflaust finna þar rætur málverka hans í raunsæisstíl. List Kristins G. Harðarsonar vekur upp margar spurningar hjá áhorfandanum. Ef grannt er skoðað leynast margar vísbendingar í sjálfum verkunum en þar er þó ekki að finna neitt eitt rétt svar þar sem hver og einn vinnur úr þeim efnivið sem listamaðurinn leggur til út frá eigin forsendum.

  • Ár1997-2002
  • GreinMálaralist - Olíumálverk
  • Stærð127 x 86 cm
  • EfnisinntakGluggi, Kyrralífsmynd, Uppstilling
  • AðalskráMyndlist/Hönnun
  • EfniOlíulitur, Strigi

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17