Margpóla

sun

14. apríl

14:0015:00

Listasafnið

Leiðsögn listamanns

Á sýningunni Margpóla beinir listamaðurinn Anna Rún Tryggvadóttir sjónum sínum að segulsviði jarðarinnar. Hið ósýnilega segulsvið er forsenda alls lífs á jörðinni því það verndar andrúmsloftið fyrir eitruðum geislum sólarinnar. Sjá má í berglögum að segulpólarnir, norður og suður, hafa frá upphafi jarðarinnar verið á reiki og höfuðáttirnar norður, suður, austur og vestur sem við notumst við í dag eru því einungis tímabundið ástand. Skynjun mannfólksins á þessum óútskýrða hverfulleika verður Önnu Rún að yrkisefni í þessari heildstæðu innsetningu tvívíðra og skúlptúrískra verka.

Aðgangseyrir á safnið gildir.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)