Heimildasafn

Á heimildasafni Listasafns Íslands er lögð áhersla á varðveislu og miðlun efnis sem tengist rannsóknarsviði stofnunarinnar, það er íslenskri myndlist. Á heimildasafninu er að finna bækur, sýningarskrár og úrklippusafn um íslenska myndlist, en einnig myndasafn sem hefur að geyma stafrænar myndir af listaverkum í eigu Listasafns Íslands.

Heimildasafnið er í skrifstofubyggingu Listasafns Íslands við Laufásveg 12, 101 Reykjavík.

Heimildasafnið er opið eftir samkomulagi.

Fagstjóri heimildasafns er Elín Guðjónsdóttir
Sími 515 9603
Netfang elin@listasafn.is

Heimildasafnið er meðlimur í Arlis/Norden - samtökum listbókasafna á Norðurlöndum.


Heimildasafnið er opið eftir samkomulagi.

Sýningarskrár frá Heimildarsafni Listasafns Íslands eru nú aðgengilegar

Þær er að finna á vef Landbókasafns: Leita - Bækur.is (baekur.is)

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)