• Orka

Vasulka-stofa

MIÐSTÖÐ FYRIR RAF- OG STAFRÆNA LIST Á ÍSLANDI

Með stofnun Vasulka-stofu beinir Listasafn Íslands athyglinni að varðveislu raf- og stafrænnar myndlistar sem hingað til hefur setið á hakanum. Sem höfuðsafn á sviði myndlistar gegnir Listasafn Íslands lykilhlutverki í varðveislu íslenskrar myndlistar og á það ekki síður við vídeóverk og raflist en þá list sem unnin er með hefðbundnari tækni. Vasulka-stofa er stofnuð í samstarfi við Steinu og Woody Vasulka og hafa þau gefið safninu stóran hluta úr gagnasafni sínu. 

Vasulka-stofa hefur nú þegar stofnað til samstarfs við ýmsar stofnanir erlendis og hérlendis og má nefna þar sérstaklega verkefnið Samræða um stafræna myndlist í Norðri, sem fékk styrk frá Norrænu menningargáttinni og Norræna menningarsjóðnum og er verkefnið unnið í samstarfi við Vídeógagnasafnið í Ósló og Kynningarmiðstöð finnskrar raflistar. 

Markmið Vasulka-stofu eru:

  • að varðveita listaverk, skjöl og muni tengda Vasulka-hjónunum.
  • að halda áfram skráningu og varðveislu vídeóverka og skyldra listaverka og upplýsingaefnis.
  • að yfirfæra rafræn listaverk af hliðrænu formi yfir á stafrænt form til varðveislu og veita hvers kyns aðstoð við varðveislu alls er markvert telst í arfleifð og sögu íslenskra raflista.
  • að miðla fróðleik með því að veita rannsakendum gott aðgengi, halda málstofur og málþing, standa fyrir útgáfum og sýningum.

Framtíðarsýn okkar sem vinnum að Vasulka-stofu er að veita góða innsýn inn í verk Vasulka-hjónanna og efla aðgang að efni um list þeirra og frumkvöðlastarf, svo og að efla vinnuumhverfi listamanna er vinna með vídeó og aðra rafmiðla.

Við vonumst til að ná þessum markmiðum í náinni framtíð.

Facebook-síða Vasulka-stofu.

Styrktaraðilar Vasulka-stofu eru:

logo

Berg logo

DVALARSETUR í VASULKA-STOFU ER STYRKT AF:

Staðlað vinnulag við að miðla rafrænni og stafrænni list og skrá hana og sameiginlegur starfsvettvangur fimm stofnana, sem eru í fararbroddi þar sem miðlun rafrænnar listar annars vegar í hverju þessara landa: AV-arkki (Finnland), Filmform (Svíþjóð), Vasulka-stofa, Listasafn Íslands (Ísland), Videokunstarkivet (Noregur) and LIMA (Holland)

styrkt af: