Fræðsla

 

Eitt af meginhlutverkum Listasafns Íslands er að miðla þekkingu um safnkost sinn og starfsemi til samfélagsins. Markmið safnsins er að móta jákvætt og skapandi umhverfi með virkri fræðslu sem býður gestum upp á einstaka reynslu þar sem þeir geta aukið við þekkingu sína á myndlist, öðlast innsæi og áttað sig á samhengi nútíðar og fortíðar. Fjölbreyttar aðferðir eru nýttar til að rýna nánar í listaverkin, vekja umræðu um þau og efla ímyndunaraflið.

Fræðsludeild Listasafns Íslands annast fræðslu á vegum safnanna þriggja, Listasafns Íslands, Listasafns Sigurjóns Ólafssonar og Safns Ásgríms Jónssonar. Hlutverk deildarinnar er að ábyrgjast gæði og skipulag þjónustunnar með það að leiðarljósi að miðla upplýsingum um inntak sýninga og aðra starfsemi safnsins. Með vandaðri fræðslu- og viðburðadagskrá er byggir á frjóu og skapandi starfi viljum við ná til sem flestra landsmanna, mismunandi menningar- og aldurshópa, og stuðla þannig að aukinni lífshamingju og sátt í samfélaginu.

Kjarni fræðslustefnu safnsins er að dýpka skilning almennings á myndlist og safnastarfi og gegna um leið skapandi hlutverki í menningu samtímans.