Dagskrá

Gæðastund

Varðveisla listaverka í heimahúsum

  • 8.9.2021, 14:00 - 15:00, Listasafn Íslands

8. september kl. 14
Varðveisla listaverka í heimahúsum

Listaverk prýða víða heimili Íslendinga. Málverk, teikningar, textílverk, höggmyndir og silfurgripir eru viðkvæmir gripir sem þarfnast umönnunar og alúðar. Sérfræðingur Listasafns Íslands mun fjalla um varðveislu listaverka í heimahúsum og veita góð ráð varðandi umhirðu þeirra.

Gæðastundir í Listasafni Íslands
Dagskráin er ætluð eldri borgurum og er samsett af sérsniðnum leiðsögnum og spjalli við sérfræðinga safnsins um myndlist, yfirstandandi sýningar og starfsemi Listasafns Íslands.

Viðburðirnir skapa tækifæri fyrir gesti til að nálgast myndlistina og menningararf þjóðarinnar á margvíslegan hátt. Ávallt er boðið upp á kaffi og meðlæti á gæðastundum í Listasafni Íslands. Bakkelsið er í boði Brauðs og Co. sem styrkir verkefnið.

Aðgangseyrir á safnið gildir.
Ókeypis fyrir meðlimi Selmuklúbbsins.

Nánari upplýsingar um viðburðina má finna á heimasíðu Listasafns Íslands: www.listasafn.is