Dagskrá

Gæðastundir í Listasafni Íslands - ÓÞEKKT FRAMTÍÐ

  • 16.9.2020, 14:00 - 15:00, Listasafn Íslands

Solastalgia / Gagnaukinn veruleiki, eftir Antoine Viviani og Pierre-Alain Giraud.
Skyggnst inn í óþekkta framtíð og jörðin könnuð við endalok mannkyns.

Ath: Hámark 20 manns. 2x30 mínútur, 10 manna hópar.

Hittumst í Listasafni Íslands, Fríkirkjuvegi 7.

Dagskráin er ætluð eldri borgurum og er samsett af sérsniðunum leiðsögnum og spjalli við sérfræðinga safnsins um myndlist, yfirstandandi sýningar og starfsemi Listasafns Íslands.

Viðburðirnir skapa tækifæri fyrir gesti til að nálgast myndlistina og menningararf þjóðarinnar á margvíslegan hátt. Ávallt er boðið upp á kaffi og meðlæti á gæðastundum í Listasafni Íslands.

Bakkelsið er í boði Brauð & Co sem styrkir verkefnið.

Tengiliður dagskrár; Guðrún Jóna Halldórsdóttir, gudrun@listasafn.is,