Dagskrá

HÁDEGISLEIÐSÖGN Í SAFNAHÚSINU VIÐ HVERFISGÖTU / FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR

  • 4.8.2021, 12:00 - 13:00, Safnahúsið við Hverfisgötu

Hádegisleiðsögn
4. ágúst kl. 12

Fjársjóður þjóðar í Safnahúsinu við Hverfisgötu
Listasafn Íslands sýnir perlur íslenskrar myndlistar í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Lykilverk úr safneigninni veita innsýn í íslenska listasögu frá síðari hluta 19.aldar til dagsins í dag og endurspegla fjölbreytt viðfangsefni fjölmargra listamanna. Sýningin veitir einnig kærkomið tækifæri til þess að endurnýja kynnin við mörg af helstu listaverkum þjóðarinnar.
Sérfræðingur Listasafns Íslands veitir leiðsögn um sýninguna.

Aðgangseyrir á safnið gildir.
Ókeypis fyrir meðlimi Selmuklúbbsins.

Morgunn á miðinu, 1927
Finnur Jónsson, (1892 - 1993)
LÍ 367