Dagskrá

HALLÓ, GEIMUR - ÖRSÝNING NEMENDA Í GULL-OG SILFURSMÍÐI VIÐ TÆKNISKÓLANN

HÖNNUNARMARS Í LISTASAFNI ÍSLANDS

  • 19.5.2021 - 23.5.2021, Listasafn Íslands

Listasafn Íslands og Tækniskólinn vinna í fyrsta skipti saman að sýningu þar sem nemendum í gull- og silfursmíði gefst kostur á að sýna skart í tilefni HönnunarMars 2021.

Nýverið opnaði Listasafn Íslands sýninguna Halló Geimur – valin verk úr safneign.
Verkefni nemendanna var að skoða sýninguna, velja sér listaverk og vinna skartgrip út frá því.

Nemendurnir eru á fyrsta og öðru ári, í fjögurra ára námi gull- og silfursmíðinnar. Þau hafa notið leiðsagnar kennara bæði í handverki og hönnun.
Að sýna á Listasafni Íslands er nemendum mikil hvatning til frumleika og vandaðrar smíði.

Hér er á ferðinni örsýning sem sýnir vel þá grósku sem á sér stað í námi gull- og silfursmíðinnar á Íslandi.