Dagskrá
  • lógó gluggi

HEIMSPEKISPJALL BARNANNA

HVERNIG VEIT ÉG AÐ ÉG VEIT?

  • 19.10.2019, 14:00 - 16:00, Listasafn Íslands
  • 26.10.2019, 14:00 - 16:00, Listasafn Íslands

Krakkaklúbburinn Krummi í Listasafni Íslands
Laugardagana 19. og 26. október kl. 14 - 16

HEIMSPEKISPJALL BARNANNA

Verk Jóhönnu Kristínar Yngvadóttur eru ríkuleg uppspretta vangaveltna um hlutverk lita og tákna hjá listamönnum. Spjöllum saman á heimspekilegum nótum, spyrjum spurninga, tölum um það sem við sjáum, hlustum og lærum!
Er svartur litur gleðinnar? Eru listaverkin að senda okkur skilaboð? Eru sögur á bak við listaverk?


Nýtt! Táknmálstúlkur verður á staðnum þann 19. október.

Krakkaklúbburinn Krummi stendur fyrir fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá í hverjum mánuði þar sem kátum krökkum er boðið að fræðast um listaverkin í safneign Listasafns Íslands, skapa listaverk og leika sér í nærandi umhverfi.
Krakkaklúbburinn Krummi er fyrir börn á öllum aldri!

Með stofnun krakkaklúbbsins vill Listasafn Íslands veita börnum og fjölskyldum þeirra tækifæri til þess að njóta góðra stunda saman á safninu. Dagskráin er vönduð og öllum er velkomið að taka þátt, sér að kostnaðarlausu.