Dagskrá

(VIÐBURÐI frestað) KRAKKAKLÚBBURINN KRUMMI - ÞITT EIGIÐ STJÖRNUMERKI

  • 10.4.2021, 14:00 - 16:00, Listasafn Íslands
  • 24.4.2021, 14:00 - 16:00, Listasafn Íslands

10. apríl og 24. apríl kl. 14–16
Þitt eigið stjörnumerki!
Ertu ljón, sporðdreki, tvíburi eða vog? Eða kannski dreki, risaeðla eða spámaður?
Hittumst í Listasafni Íslands og skoðum sýninguna Halló, geimur.
Búum síðan til okkar eigin stjörnumerki.

Krakkaklúbburinn Krummi stendur fyrir fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá í hverjum mánuði þar sem kátum krökkum er boðið að fræðast um listaverkin í safneign Listasafns Íslands, skapa listaverk og leika sér í nærandi umhverfi.
Krakkaklúbburinn Krummi er fyrir börn á öllum aldri!Með krakkaklúbbnum vill Listasafn Íslands veita börnum og fjölskyldum þeirra tækifæri til þess að njóta góðra stunda saman á safninu. Dagskráin er vönduð og öllum er velkomið að taka þátt, sér að kostnaðarlausu.

Tengiliður dagskrár: Ragnheiður Vignisdóttir
________________________________________

Með Krakkaklúbbnum Krumma vill Listasafn Íslands heiðra Ásgerði Búadóttur myndlistarmann með því að nota skemmtilegar og líflegar klippimyndir úr barnabókinni Rauði hatturinn og krummi eftir Ásgerði, sem innblástur og merki barnastarfsins.


Reglum um fjöldatakmarkanir er framfylgt með talningu gesta