Dagskrá

Leirsmiðja fyrir börn

  • 28.3.2020, 14:00 - 16:00, Listasafn Íslands

Krakkaklúbburinn Krummi býður upp á leirsmiðju fyrir börn á öllum aldri, laugardaginn 28.mars kl. 14-16.

Ókeypis aðgangur fyrir börn og fullorðna í fylgd með börnum.

Leirsmiðja fyrir börn – Mótum tískuna
Hönnum og mótum tískumódel úr leir!

Byrjum á því að skoða verk Mats Gustafson á sýningunni Að fanga kjarnann. Mats hefur unnið með tískuhúsum á borð við Christian Dior, Comme des garçons og Yohji Yamamoto o.fl.
Nýtum okkur innblástur frá verkum Mats og skoðum einnig tískutímarit, fyrirsæturnar, fatnaðinn og mótum okkar eigin tískusýningu úr leir.
Komdu og vertu með!