Dagskrá

MENNINGARNÓTT 2016

FJÖLBREYTT DAGSKRÁ Í LISTASAFNI ÍSLANDS, SAFNI ÁSGRÍMS JÓNSSONAR OG VASULKA-STOFU

  • 20.8.2016, Listasafn Íslands

MENNINGARNÓTT Í LISTASAFNI ÍSLANDS

Leiðsögn af margvíslegu tagi verður í Ásgrímssafni og Listasafni Íslands á Menningarnótt 2016. Í Ásgrímssafni er sýningin UNDIR BERUM HIMNI – MEÐ SUÐURSTRÖNDINNI þar sem verk frá ferðum Ásgríms um Suðurland og sérstaklega Vestur- og Austur-Skaftafellssýslur verða skoðuð undir leiðsögn Rakelar Pétursdóttur og Eyrúnar Óskarsdóttur. Í Listasafni Íslands er gestum boðið upp á styttri og lengri leiðsögn um sýningar safnsins, rætt verður við listamanninn Sigrúnu Harðardóttur og norðlenski tenórinn Snorri Snorrason syngur í sal 3 umvafinn verkum Kristínar Jónsdóttur frá Arnarnesi við Eyjafjörð. Fyrsta leiðsögnin er klukkan 12:00 og síðasta leiðsögnin er klukkan 21:00.

DAGSKRÁ Í ÁSGRÍMSSAFNI Á MENNINGARNÓTT 2016

14:00 FJÖLSKYLDULEIÐSÖGN

Laugardaginn 20. ágúst kl. 14.00 verður Rakel Pétursdóttir, deildarstjóri rannsókna og sérsafna með leiðsögn í Safni Ásgríms Jónssonar við Bergstaðastræti 74.

Rakel mun fjalla um mótunarár listamannsins, dvöl hans í Kaupmannahöfn og myndlistarnám á árunum 1900–1903. Megináhersla verður lögð á þróun landslagsmálverka hans á árunum frá 1909–1928 með hliðsjón af straumum og stefnum í myndlist þeirra tíma út frá verkum á sýningunni Undir berum himni – Með suðurströndinni sem nú stendur yfir. Á sýningunni eru bæði vatnslita- og olíumálverk ásamt teiknibókum.

20:00 LEIÐSÖGN Í ÁSGRÍMSSAFNI

Á sýningunni er að finna mörg öndvegisverka listamannsins frá ferðalögum hans austur í Skaftafellssýslur. Verkin á sýningunni eru frá árunum 1909–1928, bæði olíu- og vatnslitamyndir ásamt teiknibókum. Eyrún Óskarsdóttir listfræðingur mun rekja feril listamannsins og fjalla sérstaklega um vatnslitamálverkin á sýningunni Undir berum himni – Með suðurströndinni með hliðsjón af blæbrigðum birtunnar í verkunum.  

DAGSKRÁ Í LISTASAFNI ÍSLANDS Á MENNINGARNÓTT 2016

Listasafn Íslands býður upp á fjölbreytilega leiðsögn laugardaginn 20. ágúst og reynt verður að mæta þörfum fjölskyldufólks, erlendra gesta og innlendra með styttri og lengri leiðsögn. Leiðsögn á ensku verður á hálfa tímanum og á íslensku á heila tímanum. Dagskráin fylgir hér að neðan:

12:00 FJÖLSKYLDULEIÐSÖGN UM SÝNINGUNA UDSTILLING AF ISLANDSK KUNST

Hér er skoðað upphaf kynningar á íslenskri myndlist í Kaupmannahöfn undir leiðsögn Bjargar Erlingsdóttur, deildarstjóra fræðsludeildar. Gaman er að virða fyrir sér listaverk og ræða saman um það sem fyrir augu ber. Hægt er að horfa á verk sem heild en líka samsafn margra þátta og skoða einstök atriði, svo sem hús, fólk eða skip. Leiðsögnin tekur u.þ.b. 40 mínútur.

13:00 LEIÐSÖGN UM LJÓSMÁLUN OG PICASSO

Leiðsögn um sýninguna LJÓSMÁLUN – LJÓSMYNDIN OG MÁLVERKIÐ Í SAMTÍMANUM þar sem gerð er tilraun til að skoða ýmsar birtingarmyndir málverka í ljósmyndum úr íslenskri samtímalist. Samband ljósmyndunar og málaralistar er margslungið og áhugavert að kynnast því hvernig hugmyndir og áhrif beggja miðla tvinnast saman í sjónrænni framsetningu. Björg Erlingsdóttir, deildarstjóri fræðsludeildar Listasafns Íslands, leiðir gesti um sýninguna og segir frá verki PICASSOS, JACQUELINE MEÐ GULAN BORÐA. Leiðsögnin tekur u.þ.b. 30 mínútur.

14:00 LEIÐSÖGN UM SÝNINGUNA UDSTILLING AF ISLANDSK KUNST

Hér er skoðað upphaf kynningar á íslenskri myndlist í Kaupmannahöfn undir leiðsögn Dagnýjar Heiðdal, listfræðings og deildarstjóra listaverkadeildar Listasafns Íslands. Í upphafi 20. aldar var unnið mikið brautryðjendastarf á sviði myndlistar á Íslandi og þeim fjölgaði ört sem lögðu stund á hana. Myndlistin var meðal þess sem átti þátt í að skapa sjálfsmynd hinnar fullvalda þjóðar og þar skipti miklu máli túlkun myndlistarmanna á íslenskri náttúru. Leiðsögnin tekur u.þ.b. 1 klukkustund.

14:30 GUIDED TOUR IN ENGLISH

Guided tour in English with Ásta Friðriksdóttir, Art historian. Short introduction to the Museum's exhibitions, the Museum's history and an introduction to Icelandic Art History. The tour takes one hour.

15:00 LEIÐSÖGN UM SÝNINGUNA BERLINDE DE BRUYCKERE

Á sýningunni í Listasafni Íslands eru skúlptúrar og teikningar belgísku listakonunnar Berlinde De Bruyckere frá síðustu fimmtán árum. Þetta er fyrsta sýning hennar á Íslandi. Ferill De Bruyckere spannar þrjá áratugi en hún náði alþjóðlegri hylli á Feneyjatvíæringnum árið 2003, þar sem skúlptúrar hennar voru sýndir í ítalska skálanum. Björg Erlingsdóttir, deildarstjóri fræðsludeildar Listasafns Íslands, leiðir gesti um sýninguna. Leiðsögnin tekur um 20 mínútur.

15:30 GUIDED TOUR IN ENGLISH

Guided tour in English with Ásta Friðriksdóttir, Art historian. Short introduction to the Museum's exhibitions, the Museum's history and an introduction to Icelandic Art History. The tour takes one hour.

15:30 SJÓNLEIÐSÖGN UM SÝNINGINU UDSTILLING AF ISLANDS KUNST

Blint og sjónskert fólk er boðið sérstaklega velkomið í þessa leiðsögn, en Listasafn Íslands hefur fengið sjónlýsendruna Guðbjörgu H. Leaman og Þórunni   Hjartardóttur, sjónlýsendur, til að semja sjónlýsingar á fjórum völdum verkum á sýningunni. 

Sjónlýsendurnir sjá um þessa leiðsögn. Listasafni Íslands er umhugað um að ná til áhugasamra listunnenda innan þessa hóps og bjóða þeim upp á þjónustu á því formi sem hentar þeim best. 
Sjónlýsingarnar á þessum verkum munu síðan verða aðgengilegar sem hljóðskrár á heimasíðu safnsins, þar sem fjallað er um safneignina og vonir standa til að sjónlýstum verkum í safneigninni fjölgi á næstu misserum, eftir því sem kostur gefst. 

16:00 LEIÐSÖGN UM LJÓSMÁLUN OG PICASSO

Leiðsögn um sýninguna LJÓSMÁLUN – LJÓSMYNDIN OG MÁLVERKIÐ Í SAMTÍMANUM þar sem gerð er tilraun til að skoða ýmsar birtingarmyndir málverka í ljósmyndum úr íslenskri samtímalist. Samband ljósmyndunar og málaralistar er margslungið og áhugavert að kynnast því hvernig hugmyndir og áhrif beggja miðla tvinnast saman í sjónrænni framsetningu. Björg Erlingsdóttir, deildarstjóri fræðsludeildar Listasafns Íslands, leiðir gesti um sýninguna og segir frá verki PICASSOS, JACQUELINE MEÐ GULAN BORÐA. Leiðsögnin tekur u.þ.b. 30 mínútur.

16:30 GUIDED TOUR IN ENGLISH

Guided tour in English with Ásta Friðriksdóttir, Art historian. Short introduction to the Museum's exhibitions, the Museum's history and an introduction to Icelandic Art History. The tour takes one hour.

17:00 LEIÐSÖGN UM VASULKA STOFU OG VERKIÐ HRYNJANDI HVERA

Sigrún Harðardóttir myndlistarmaður segir frá verki sínu HRYNJANDI HVERA. Verkið er gagnvirk innsetning þar sem Sigrún fjallar um hina margbreytilegu hrynjandi og hljóm yfirborðsvirkni jarðhitasvæðis. HRYNJANDI HVERA er gagnvirkur óður til jarðarinnar í formi 36 myndbanda og gólfstykkis sem inniheldur 9 þrýstiskynjara. Sigrún segir einnig frá verkum Steinu og Woody Vasulka, ferli þeirra og ströfum.

17:30 LISTAMANNASPJALL Í VASULKA - STOFU. HALLDÓR BJÖRN RUNÓLFSSON SAFNSTJÓRI LISTASAFNS ÍSLANDS RÆÐIR VIÐ SIGRÚNU HARÐARDÓTTUR LISTAMANN

18:30 GUIDED TOUR IN ENGLISH

Guided tour in English with Ásta Friðriksdóttir, Art historian. Short introduction to the Museum's exhibitions, the Museum's history and an introduction to Icelandic Art History. The tour takes one hour.

19:00 FJÖLSKYLDULEIÐSÖGN UM SÝNINGUNA UDSTILLING AF ISLANDSK KUNST

Hér er skoðað upphaf kynningar á íslenskri myndlist í Kaupmannahöfn undir leiðsögn Bjargar Erlingsdóttur, deildarstjóra fræðsludeildar. Gaman er að virða fyrir sér listaverk og ræða saman um það sem fyrir augu ber. Hægt er að horfa á verk sem heild en líka samsafn margra þátta og skoða einstök atriði, svo sem hús, fólk eða skip. Leiðsögnin tekur u.þ.b. 40 mínútur.

20:00 TÓNLEIKAR Í LISTASAFNI ÍSLANDS. KVEÐJA – SNORRI SNORRASON TENÓR

Snorri Snorrason tenór er fæddur og uppalinn á Akureyri. Hann lagði stund á söngnám hjá Þuríði Baldursdóttur við Tónskóla Eyjafjarðar 1997–1998 og söng með Karlakór Eyjafjarðar á árunum 1996–2008. Snorri stundaði nám við Tónlistarskóla Akureyrar 2010-2011 hjá Michael J. Clark og við Söngskóla Sigurðar Dementz í Reykjavík og hjá Kristjáni Jóhannssyni frá 2011 til 2015. Snorri hefur haldið einsöngstónleika við góðan orðstír jafnt norðan heiða sem sunnan. Á sýningunni UDSTILLING AF ISLANDSK KUNST í Listasafni Íslands eru verk 12 listamanna sem valdir voru sem fulltrúar íslenskrar myndlistar á sýningu í Kaupmannahöfn árið 1927. Einn þessara listamanna var Eyfirðingurinn Kristín Jónsdóttir en á sýningunni í Listasafni Íslands eru verk hennar frá heimahögunum í Eyjafirði.

20:30 GUIDED TOUR IN ENGLISH

Guided tour in English with Ásta Friðriksdóttir, art historian. Short introduction to the Museum's exhibitions, the Museum's history and an introduction to Icelandic art history. The tour takes one hour.

PDF - DAGSKRÁ MENNINGARNÆTUR 2016 Í LISTASAFNI ÍSLANDS