Dagskrá

Námskeið í varðveislu málverka

  • 8.2.2021, 9:30 - 16:30, Listasafn Íslands

Námskeið í varðveislu málverka

NKF- Ísland í samstarfi við Listasafn Íslands og með stuðningi Safnaráðs býður upp á dagsnámskeið um varðveislu málverka.Í safneignum allra safna á landinu er að finna málverk, bæði listaverk og sögulega gripi. Málverk eru í eðli sínu flóknir og viðkvæmir safngripir því er mikilvægt að þekkja efni, gerð og uppbyggingu þeirra og skilja orsakavalda hrörnunar til þess að geta beitt réttri meðhöndlun (t.d. vegna sýninga og flutninga) og geymsluaðferða.

Á námskeiðinu, sem er bæði bóklegt og verklegt, verður farið yfir þau atriði sem hafa áhrif á varðveislu málverka. Í verklegum þáttum verður lögð áhersla á að læra að meta ástand verka og búa til ástandsskýrslur. Einnig verður frágangur og upphengi málverka í tengslum við sýningar skoðað sérstaklega ásamt öryggisráðstöfunum vegna jarðskjálfta.Markhópur: Starfsmenn safna og félagsmenn NKF sem vinna að varðveislu málverka og setja upp sýningar með málverkum.Staðsetning: Listasafn Íslands, salur 2 Fríkirkjuvegi 7 . Námskeiðið fer fram í sal 2 í tengslum við sýninguna Fjársjóður Þjóðar https://www.listasafn.is/syningar/fjarsjodur-thjodar

Tími og dagsetning: kl. 09:30 – 16:30, mánudagur 8. febrúar 2021 (með fyrirvara um breytingar)

Leiðbeinendur: Nathalie Jacqueminet og Ólafur Ingi Ólafsson, málverkaforverðir
Hámarksfjöldi þátttakenda: 8 mannsVerð: kr.9.000 (hádegisverður og kaffi Innifalið)

Spurningar og skráning: sendist á nathalie@listasafn.is