Dagskrá

Spyrjið listamanninn / RAGNAR KJARTANSSON

  • 19.9.2021, 14:00 - 15:00, Listasafn Íslands

19. september kl. 14
Q & A: Ragnar Kjartansson í Listasafni Íslands

Almenningi gefst kostur á að mæta í Listasafn Íslands við Fríkirkjuveg og spyrja Ragnar Kjartansson þeirra spurninga sem vakna upp við áhorf Sumarnætur.

Þar sem listamaðurinn verður ekki á höfuðborgarsvæðinu þennan dag verður hann í beinu streymi á viðburðinum frá Listasafninu við Fríkirkjuveg.

Einnig er hægt að senda inn spurningar til listamannsins á netfangið mennt(at)listasafn.is.
Spurningum verður safnað saman og þeim miðlað á viðburðinum.

Á björtum sumarmánuðum sýnir Listasafn Íslands vídeóinnsetninguna Sumarnótt (Death Is Elsewhere) eftir Ragnar Kjartansson sem hann tók upp á íslenskri nótt, þegar aldrei dimmir. Þetta sjö rása verk er ein þeirra stóru vídeóinnsetninga sem hafa verið áberandi í listsköpun Ragnars síðustu ár þar sem endurtekningar, tími og rúm leika veigamikið hlutverk.

Aðgangseyrir á safnið gildir.
Ókeypis fyrir meðlimi Selmuklúbbsins.