Dagskrá

SELMUKLÚBBURINN - HEIMSÓKN Á BESSASTAÐI

 • 27.3.2021, 14:00 - 16:00, Bessastaðir

Selmuklúbburinn - Heimsókn á Bessastaði
27. mars kl. 14

Á Bessastöðum eru tæplega 30 listaverk í eigu Listasafns Íslands sem Selmuklúbbsfélögum gefst sérstakt tækifæri til að líta augum í fylgd sérfræðings.

Selmuklúbburinn er tileinkaður velunnurum Listasafns Íslands. Klúbburinn er fyrir áhugafólk um myndlist og menningu og fá meðlimir klúbbsins boð á sérstaka og fjölbreytta viðburði á vegum safnsins.
Selmuklúbburinn á sér nokkuð langa sögu.
Hann var stofnaður árið 2002 og nafn listaklúbbsins var valið með það fyrir augum að
heiðra minningu fyrsta safnstjóra safnsins, dr. Selmu Jónsdóttur listfræðings (1917-1987)
sem var öflugur frumkvöðull í kynningu á myndlist og uppbyggingu safnastarfsemi á Íslandi.

Með því að gerast velunnari Listasafns Íslands og skrá þig í Selmuklúbbinn veitist þér tækifæri til að njóta einstakra fríðinda.

Selmuklúbbsaðild felur í sér

 • Boðskort á sýningaropnanir safnsins
 • Aðgengi að öllum sýningum safnsins
 • Aðgengi að öllum auglýstum viðburðum
 • Sérstök dagskrá verður gefin út tvisvar sinnum á ári fyrir Selmuklúbbsfélaga
 • Skipulagðar heimsóknir á vinnustofur listamanna og áhugaverða staði sem tengjast myndlist
 • Leiðsagnir listamanna og fyrirlestrar sem tengjast yfirstandandi sýningum safnsins
 • Rafrænt fréttabréf með upplýsingum um dagskrá Selmuklúbbsins og aðra starfsemi safnsins
 • Safnbúð Listasafns Íslands býður velunnurum 20% afslátt af vörum sem tengjast útgáfum safnsins, ásamt einstökum sértilboðum
 • Vegleg bókagjöf við inngöngu í klúbbinn

 • Hér má sjá nánari upplýsingar og dagskrá Selmuklúbbsins frá janúar til júní 2021


  Hægt er að skrá sig í Selmuklúbbinn með því að hafa samband við móttöku safnsins í síma 515 -9600